27.12.2008
Ísafjörður á toppnum
Hið öfugsnúna veðurlag nú á milli jóla á nýárs hefur það í för með sér að hitastigið hér á landi verður afar sérkennilegt í samanburður við ýmsa staði sunnar í Evrópu.
Kl. 18 voru 10°C á Ísafirði. Á sama tíma mátti fara alla leið suður til Barcelóna til að finna hærra hitastig en var á Ísafirði, eða 11°C. Ívið kaldara var í Róm, en svipaður hiti í Aþenu, en litlu hlýrra á Krít og Sikiley. Miklu kaldara var hins vegar í Mið-Evrópu. Frostið 1 stig í París og 9 stig í Ehrfurt í miðju Þýskalandi.
Hver hefði trúað því að hitinn kæmist í 7,5°C norður á Jan Mayen á þessum árstíma ? Slíkt er hins vegar raunin!!
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér í Hollandi, rétt utan við Amsterdam var -3°c þegar ég fór í vinnu í morgun, um hálf níu. Ég þurfti að skafa frostið af bílnum. Þegar ég kom heim, um hálf tvö, var hitinn kominn upp í -1°c, í sól og stillu. Það má taka fram að þegar frýs hér verður ofsalega kalt. Þetta virkar alveg 5-7 gráðum kaldara en sama hitastig heima.
Ég heyrði líka í fréttum að bílar hefðu farið út af vegum í hálku í morgun. Einhverjir lentu úti í síkjum.
Villi Asgeirsson, 28.12.2008 kl. 13:05
Sæll Einar. Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju þetta veðurlag leiðir til þess að það er ófært með flugi til Ísafjarðar dag eftir dag?
Björgvin R. Leifsson, 28.12.2008 kl. 14:36
Björgvin, þoka?
Annars er virkilega ljúft ef veturinn heldur áfram að vera svona mildur. Lægðagangurinn í des í fyrra og langi snjóakaflinn í janúar í fyrra voru frekar pirrandi.
Ari (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:28
Svo vísindavefurinn skýri það betur, þetta mun væntanlega vera aðstreymisþoka "sem verður til þegar rakt loft streymir yfir kalt yfirborð lands eða sjávar. Aðstreymisþoka er mjög algeng hér við land að vetrarlagi þegar hlýtt loft sunnan úr höfum streymir hingað norður yfir kaldari sjó eða þegar fremur milt loft af sjó streymir inn á kalt land."
Ari (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:47
Það er engin þoka á Ísafirði þessa dagana. Mér skilst að um sé að ræða sviptivinda í Skutulsfirði, þrátt fyrir að meðalvindhraðinn sé ekki hár. Það sem mig langar til að vita er hvort þetta veðurlag valdi þessu og þá hvernig.
Björgvin R. Leifsson, 28.12.2008 kl. 17:59
Siggi stormur síndi þetta mjög vel með (hita)korti í dag og mig langaði fá mind af kortinu. Það þíddi ekkert að ída á altcontrolprintscreen því það kemur bara blank úr vídjóinu.
Alíses (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.