31.12.2008
Nýárskveðjur úr Lungau
Sendi öllum lesendum veðurbloggsins til sjávar og sveita og nær og fjær bestur kveðjur um áramót með þeirri frómu ósk að veðurfarið árið 2009 verði hagfellt okkur öllum á Íslandi.
Frá því skömmu fyrir jól hef ég ásamt fjölskyldunni dvalið í sannkölluðu vetrarríki í bænum St. Michael í Austurríki, um 100 km suður af Salzburg. Hér snjóaði mikið á aðventunni og ekki verið meira fannfergi um jólaleitið í áraraðir. Frostið hefur verið nokkurt, eða 10 til 15 stig flesta dagana og dvölin verið einkar ánægjuleg á SkihotellSpeiereck hjá Íslendingunum Þurý og Dodda.
Erum hér um 5 fjölskyldur ofan af Íslandi sem notið hafa skíðaiðkunar um jól og áramót á hótelinu, en hér eru líka Þjóðverjar, Ungverjar og Bretar.
Skíðalyfturnar hér ofan við ná upp í 2.400 m og vel finnst fyrir þunnu loftinu. Sérkennilegast er þó að sjá ísnálarnar sem svífa um loftið til fjalla þegar frostið nær 15-18 stigum. Sýn sem mér er sagt að aðeins sjáist til jökla á Íslandi og jafnvel í Mývatnssveit og þar um slóðir við sérstakar aðstæður
Þetta er í annað sinn sem við njótum gestrisni á þessu frábæra Íslendingahóteli að vetralagi og hægt er að m.a. að komast hingað með milligöngu ferðaskrifstofunnar Heimsferða.
Næst er að heimsækja Lungau að sumarlagi. Næsti bær hér austanvið, Mariapharr er einmitt sá sólríkasti í öllu Austurríki skv. tölum veðurstofunnar í Vínarborg.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár !
Elín Björk (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 02:53
Njóttu vel og Gleðilegt ár
Gylfi Björgvinsson, 1.1.2009 kl. 12:21
Sæl félagi,
gleðilegt nýtt ár og góða skemmtun á skíðunum.
Kristján Vigfússon
Kristján Vigfússon (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:13
Gleðilegt ár og þakka liðið. Skilaðu kveðju til fjölskyldunnar. þið verðið kanski komin til baka til að taka þátt í 13. varðeldi Vífils í janúar. Ef svo þá hittumst við vonandi þar.
Kveðja
BrynjarH. Bjarnason
Brynjar Hólm Bjarnason, 2.1.2009 kl. 11:21
Sæll Einar
Rétt að skella á þig (og fjölskylduna) kveðjum frá Munchen, með þökkum fyrir góða samveru á Speiereck hjá þeim dásemdarhjónum Dodda og Þurý.
kveðja yfir hafið - Guðný Ósk, Elvar og börn.
Guðný Ósk, Elvar og börnin 4 :D (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.