5.1.2009
Snjór í París
Það þykir nú orðið heyra til tíðinda að sjá mynd sem þessa frá Parísarborg. Í nótt og í morgun snjóaði talsvert í Vestur-Evrópu þegar kuldaskil bárust úr norðri og norðaustri. Vandræði af hraðbrautum og flugvöllum í Þýskalandi hafa verið í fréttum í dag. Þær verða fleiri sagðar fréttirnar af kuldum í Evrópu á næstu dögum.
Danir mældu mesta frost hjá sér í nótt 11,8 stig í Karup á Jótlandi. Það þykir mikið í Danmörku og meira frost en mældist nokkru sinni í fyrravetur. Þó ótrúlegt megi virðast hefur mesta frostið farið niður fyrir 30 stig í Danmörku og það ekki svo langt síðan, eða í janúar 1982 nærri Álaborg.
Vetrarveðrátta í ársbyrjun virðist þó ekki ætla að verða viðvarandi á þessum slóðum því mun mildara loft af Atlantshafinu virðist ætla að ná yfirhöndinni í Vestur- og Norður-Evrópu strax á föstudag. Breytingar í þá veru munu einnig umpóla veðráttunni hér hjá okkur spái ég.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að sjá fallegar myndir frá uppáhaldsborginni minni.
Annars virðist það nú vera "náttúrulögmál" að blíða hér stangast á við veðrið aðeins sunnar. Það þarf ekki að því að spyrja...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 02:21
Janúar í fyrra og febrúar voru nú helv...slæmir hér á skerinu. Hvernig er útlitið núna Einar?
Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 07:16
http://video.news.sky.com/skynews/video
As the holiday season is almost upon us, it looks like many people in the US could be spending their Christmas Day in an airport due to the worst storms in almost 20 years.
Pálmi Freyr Óskarsson, 6.1.2009 kl. 08:43
As the holiday season is almost upon us, it looks like many people in the US could be spending their Christmas Day in an airport due to the worst storms in almost 20 years.
Pálmi Freyr Óskarsson, 6.1.2009 kl. 08:45
http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html Svona lítur níu daga spáin út sem gefin er út þarna niðurfrá.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 08:52
Daily Tech 1. janúar 2009:
"Sea Ice Ends Year at Same Level as 1979. Thanks to a rapid rebound in recent months, global sea ice levels now equal those seen 29 years ago, when the year 1979 also drew to a close.." Sjá hér.
Daily Express 6. jan:
"Temperatures in some parts of the country were predicted to plunge to a bone-chilling -10C last night with the sub-zero temperatures set to last for much of the week.
The winter of 1962-1963 was the coldest in England and Wales since 1740. But forecasters already predict this January chill could rival that..." Sjá hér.
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2009 kl. 13:48
Takk fyrir skemmtilegar veðurlýsingar.
Sem forfallið veðurfréttanörd hefði ég gaman að því að fá upplýsingar um veðurfréttasíður þar sem hægt er að finna langtímaspár. Getur þú bent á einhverjr slíkar?
Herdís Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.