7.1.2009
Ķsinn į noršurslóš ķ byrjun įrs
Ég hjó eftir athugasemd frį Įgśsti Bjarnasyni žar sem hann gerir breska frétt (eša bloggfęrslu ?) um įlķka mikinn hafķs nś og įriš 1979 aš umtalsefni. Ķ umręddri frétt er birt mešfylgjandi lķnurit frį hįskólanum ķ Illinois, en žar į bę er fylgst grannt meš śtbreišslu hafķss, ekki sķst ķ sögulegu samhengi frį 1979, žegar gervitunglatęknin gerši mönnum fyrst kleyft aš kortleggja śtbreišslu meš sęmilegri nįkvęmni. Lķnuritiš sżnir heildarflatarmįl hafķss til samans į į noršur- og sušurhveli jaršar. Rauša lķnan nešst sżnir frįvik frį mešaltali. Viš fyrstu sżn viršast frįvik vera lķtil, en 1 milljón ferkķlómetra (um 10 x stęrš Ķslands) eru žó nokkrar sveiflur žegar um ķs į hafsvęšum er aš ręša.
Sķšan er haldiš įfram og sagt aš žvert į spįr sumra vķsindamanna sżni ritiš aš ķsinn fari sķst minnkandi og sett ķ samhengi viš sumarbrįšnun og ķsleysi ķ N-Ķshafi innan ekki svo margra įra. Myndin sżnir hins vegar śtbreišslu ķss allra heimshafanna į bįšum hvelum jaršar, en ekki ašeins N-Ķshafiš.
Önnur mynd frį sömu ašilum beinir sjónum sķnum aš ķsžekju noršurslóša sżnir glöggt aš ķsžekjan er heldur undir mešallagi nś mišaš viš įrin frį 1979, svipaš og ķ fyrra og engar dramatķskar sveiflur žar į ferš. Skipt nišur į svęši aš žį er ķsinn samur viš sig vķšast hvar į Noršurhjaranum mišaš viš įrstķmann, hann er heldur minni meš Austur-Gręnlandi (sį hluti sem skiptir okkur mįli), einnig minni ķ Barentshafi. Mun meiri žó en ķ ķsleysinu ķ fyrra. Žar hefur žó veriš hröš ķsmyndun og śtbreišsla sķšustu vikurnar enda hafa veriš vetrarhörkur viš Svalbarša og žar ķ grennd, ólķkt flestum vetrum frį aldamótum.
Aš nefna įriš 1979 ķ tengslum viš hafķs setur aš okkur hroll hér į Ķslandi, en žaš vor varš sķšast landfastur hafķs hér. Įrtališ helgast ķ žessu sambandi aš upphafstķma samręmdra ķsathugana į heimsvķsu meš žeirri ašferš sem nefnd er hér aš ofan.
Sjįlfur tek ég ekki undir sjónarmiš žeirra sem lengst ganga fram ķ žeim efnum aš segja N-Ķshafiš verša ķslaust innan fįrra įra. Žaš er seigt ķ hafķsnum og kuldinn og vetrarmyrkriš gerir žaš aš verkum aš ķsmyndunin er ęvinlega grķšarleg į hafsvęšum noršurhjarans. Ferskleiki sjįvar (lķtil selta) ķ N-Ķshafinu į žarna lķka mikinn hlut į mįli ķ ķsmynduninni.
Hins vegar veršur ekki į móti męlt aš undanfarin įr hafa ķsfyrningar aš loknu sumri veriš minni en įšur var. Ég bendi lķka gjarnan į žaš aš ekkert ķ vešurfarinu fylgir beinum lķnum og sveiflur eru mjög rįšandi. Į einum eša öšrum tķmapunkti meš hęgfara sumarhlżnun getur jafnvęgi ķsmyndunar og brįšnunar hins vegar raskast meš žeirri afleišingu aš mešalįstand ķssins į noršurslóš verši annaš og minna en viš žekkjum.
Aš lokum mį geta žess aš ķ frétt frį Vešurstofunni segir aš ķsinn sé nś frekar langt undan Vestfjöršum og vindar bendi ekki til žess aš hann fęrist nęr landi į nęstunni.
Flokkur: Vešurfarsbreytingar | Breytt 26.8.2009 kl. 13:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frį upphafi: 1788788
Annaš
- Innlit ķ dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir ķ dag: 5
- IP-tölur ķ dag: 5
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Sęll og glešilegt nżtt įr og takk fyrir alla pistlana.
Getur žś komiš meš skżringu į žvķ af hverju įriš 1979 var svona kalt? Gaman vęri aš fį śtskżringu į žvķ.
Björn Jónasson (IP-tala skrįš) 8.1.2009 kl. 09:21
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.