Alhvítt í Reykjavík snemmsumars !

Vafalaust ráku margir upp stór augu á höfuđborgarsvćđinu í morgun ţegar ţeir sáu skjannabjartan snjóinn yfir öllu. Veđurstofan sem kannar snjóalög kl. 9 hvern morgun mćldi "teppiđ" 4 sm.  Ţennan dag, ţ.e. 24. apríl, var síđast alhvít jörđ í Reykjavík 1993.  Ţá rétt eins og nú gerđi smáföl um nóttina, sem bráđnađi ađ mestu ţegar kom fram á daginn.  Snjókoma sem festir í Reykjaveík eftir sumardaginn fyrsta er tiltölulega fátíđ.  Ţó langt ţví frá einsdćmi, T.a.m. ţetta sama ár 1993 mćldust 13 sm í Reykjavík ađ morgni 1. maí, sem er mesta mćlda snjódýpt maímánađar.  Hiđ kómíska var ađ sá snjór féll hins vegar allur ađ kvöldi síđasta dags aprílmánađar, en mćldist engu ađ síđur í maí.  Ţessi apríl mánuđur 1993 var hins vegar ekkert  óvenjulegur, jörđ var alauđ allan mánuđinn utan ţessara tveggja tilvika sem hér eru tilgreind.

Í morgun var aftur á móti mesta snjódýptin á landinu uppgefin 47 sm á Grímsstöđum á Fjöllum.  Ţar er ekkert óvenjulegt á ferđinni og um ađ rćđa eldri snjófirningar frá liđnum vetri. Ţó er nýr snjór frá ţví á laugardaginn yfir ţeim eldri á ţessum slóđum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1788791

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband