Óekta kuldakast

svartárkotMargboðað kuldakast reyndist þegar upp var staðið hálfgerður ræfill.  Í gær var kaldast rúmlega 9 stiga frost á Akureyri.  Hitinn fór niður í -15°C á Mývatni um tíma, en fremst í Bárðardal á Mýri  sem og í Svartárkoti mældist frostið 20 stig í skamma stund í gærmorgun, en dró síðan hratt úr því.

Þessar hitatölur eru bara eðlilegar á þessum slóðum í janúar þegar snjór eru yfir öllu um leið og vind lægir og himininn verður heiður og stjörnubjartur. 

Myndin er af Svartárkoti að vetrarlagi og fengin af síðu ferðaþjónustunnar þar á bæ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er merkilegt að Svartárkot er stóran hluta ársins jafnvel enn meiri kuldastaður en Hólsfjöllin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigrún Björgvinsdóttir

Já, það varð sem betur lítið úr þessu kuldakasti. Mjög svo ánægjulegt fyrir mig sem líður illa ef hitinn fer niður fyrir frostmark. Ég var að lesa blogg sem einhver skrifaði frá Toronto. Þar var frostið -40 gráður og um 50 ef reiknað er með vindkælingu. Segið þið mér. Býr fólk þarna í alvöru eða eru þetta bara beinagrindur af þeim ser lifðu þarna fyrir ísöld.

Sigrún Björgvinsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband