16.1.2009
Hvað gerir djúpa lægðin á sunnudag ?
Í gærmorgun á Rás 2 málaði ég lægð þá sem nú er í uppsiglingu suður af Nýfundnalandi nokkuð sterkum litum. Sagði sem svo að vera kynni að lægð um 935-940 hPa gæti verið hér á ferðinni á sunnudag skammt suðaustur eða austur af landinu. Spálíkön gerðu ráð fyrir miklu fóðri og örri dýpkun, en meiri óvissa var um far lægðarinnar. Yfirleitt hefur henni verið spáð vestan af Atlantshafi í stórum boga fram hjá Bretlandseyjum, yfir Færeyja og síðan að austurströnd Landsins. Dýpt lægðarmiðjunnar hér við land á bilinu frá 930 hPa til 950 hPa um miðjan dag á sunnudag.
Í reikningum síðasta sólarhringinn eða liggur leið lægðarinnar æ oftar mun austar eða yfir Bretlandseyjar og lægðin berst hingað síðar og mestur úr henni vindurinn. Lítum á þrjú dæmi, spákort sem öll gilda á sunnudag kl. 12.
a. Spá HIRLAM (Norrænt líkan) ->tengill
Lægðin 954 hPa norður af Skotlandi og ef þetta gengur eftir má sjá að lægðin hefur á þessum tíma engin áhrif hér á landi.
b. Spá ECMWF af vef Veðurstofunnar
Lægðin 949 hPa, fer heldur vestar og stutt í það að snjókoma og fjúk nái inn á austan- og norðaustanvert landið, en vindur ekki tiltakanlegur hér á landi, en mjög hvasst í Skotlandi, Færeyjum, Hjaltlandi og víðar.
c. spá GFS(Washington) ->tengill
Lægðin um 940 hPa í miðju og þessi reikningur gerir ráð fyrir því að far hennar verði nær landinu en hinir tveir. Skv. þessu mætti gera ráð fyrir NA-hvassviðri austan- og norðaustanlands og síðar eða undir kvöld einnig á Norðurlandi.
Ef maður ætti að meta blákalt á þessari stundu mundi maður álykta sem svo að um helmingslíkur væru á því lægðin hafi mun minni áhrif hérlendis en áður var spáð, en um og innan við 20% líkur að lægðin verði vestar og mun nær landi með slæmri norðanhríð.
Þessar forsendur geta vitanlega tekið breytingum eftir því sem nær dregur og lægðin tekur á sig mynd.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ECMWF var með bestu lausnina, er það ekki?
Hörður Þórðarson, 19.1.2009 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.