Óvenjuleg hlýindi í Kaliforníu

Á meðan kaldir vindar frá Kanada með miklu frosti leika um Atlantshafsströnd N-Ameríku eru á sama tíma óvenjuleg hlýindi við vesturströndina, nánar til tekið í Kaliforníu.  Í Los Angeles voru 27°C í gær eða um 10 stigum ofan meðallags janúarmánaðar. 

santa_anaOrsakarinnar er að leita til hinna svokölluðu Santa Ana vinda sem eru  í tengslum við háþrýsting að vetrarlagi yfir Klettafjöllum og eyðimörkum hálendis vesturstrandarinnar. Vindar þessir,  sem steypast niður að sjávarmáli einkennast af því að loftið hlýnar sem nemur um 1°C fyrir hverja 100m í lækkun.

Heit golan magnar upp glóð elds sem leynast kann, enda búið að vara eina ferðina enn við gróðureldum í grennd við borg Englanna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Greinilega kominn tími til að flytja... hér í Minnesota var 37 stiga frost í nótt (fyrir utan windchill).  Þetta er lang kaldasti og snjóharðasti veturinn sem ég man eftir hér s.l. 7 ár...hvar er eiginlega blessuð hnattræna hlýnunin?   Heyrði reyndar talað um að þetta væri sökum La Nina...litlu systur El Nino í Kyrrahafinu...er eitthvað til í því?

Róbert Björnsson, 17.1.2009 kl. 00:59

2 identicon

Hér í Alabama er búið að vera hroll kalt frá því í nóvember eða í allt of langann tíma.  Þegar ég fór á fætur í morgunn var hitamælirinn í 12F eða tæpar -10 C og er það mesti kuldi sem við höfum séð en þetta er þriðji veturinn sem við erum hérna.  En að sama skapi er fallegt veður eins og við köllum það heima á skerinu, heiðskýr himinn og sólskyn.  Við þökkum fyrir á meðan ekki er nein úrkoma en þá yrði allt stopp hér í suðrinu ef það færi að vera hálka á vegum snjór.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:47

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hlýindunum er eitthvað misskipt í Bandaríkjunum þessa dagana.

Nýleg frétt:

Big chill: Blast of Arctic air stuns eastern US

BIRMINGHAM, Ala. (AP) — Alabama was colder than Alaska, water fountains froze into ice sculptures in South Carolina and Florida shivered through a brush of Arctic air blast that deadened car batteries in the Northeast and prompted scattered Midwest power outages....

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2009 kl. 14:10

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1790156

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband