Svalt við embættistöku Obama

barack-obama-for-presidentFjórar milljónir manns eru víst komnar til Washington til að verða viðstödd innsetningu Obama í forsetaembætti fyrir utan þinghúsið síðar í dag. Stór viðburður og vitanlega mikil hátíðarhöld í Bandaríkjunum. Flestir gestkomandi ætla að sjálfsögðu að vera úti við  og freista  þess að berja herlegheitin eigin augum. 

En það er jafn gott að allur þessi mannfjöldi verði vel búinn, því spáð er frosti um 1 til 2 stigum, 6 m/s af  norðvestri, skýjamósku en úrkomulausu.  Fyrir nokkrum árum var ég gestkomandi í þessari ágætu borg að vetrarlagi í svipuðu veðri. Engan sá ég forsetann þá, en mikið óskaplega var vindgjósturinn ónotalegur.  Þá eins og nú blés ofan af þessu víðfema meginlandi, vindáttin NV og loftið því af heimskautauppruna.  

Svo sunnarlega á norðurhveli jarðar má segja að um þetta leyti árs sé veturinn u.þ.b. í hámarki.  Reyndar er það svo að veðurfarstöflur fyrir Washingtonborg segja að meðalhiti janúar sé -0.4°C en það er nánast sama talan og meðalhitinn í Reykjavík fyrir sama mánuð. Hins vegar tekur að hlýna strax í febrúar þarna suðurfrá.

ORG_innsetning_2004Íslendingar hafa annan háttinn á.  Forseti okkar er settur í embætti þegar sumar er í hámarki eða 1. ágúst. Jafnvel þó svo sé treysta menn sér ekki til annars en að hafa athöfnina innanhúss !  Ef til vill hræddu sporin til allrar eilífðar í slagveðursrigningunni á Þingvöllum 17.júní 1944.

Vonandi sleppa gestirnir í Washington við kvefið að þessu sinni, en hér að neðan getur að líta kort yfir helstu staði hátíðarhaldanna, fengið af vef BBC. Með því að smella á tengilinn fást ítarlegri upplýsingar.

Washington_parade_map466

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar Reagan sór embættiseið 1985 var metkuldi víða í Bandaríkjunum og gangur hitans þ. 20. í Washington var 6-18 stiga frost.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Þú hefur minni þykir mér Sigurður Þór !

Einar Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

M já!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 18:39

4 identicon

Þvílíkur límheili! Ég held að við Sigurður séum á svipuðum aldri, en því miður (fyrir mig) er gráa slyttið sem heimur heimkynni innan í mínum höfuðskeljum ekki svona virkt. En talandi um Washington D.C., þá minnir mig að borgin sé á svipaðri breiddargráðu og Napolí. Þið leiðréttið mig, fróðu menn, ef þetta er rangt. En milli þessara tveggja borga er verulegur mismunur hvað varðar meðalhita að vetri til. Nú væri gott ef Sigurður Þór segði frá hver sá mismunur er og hverjar orsakirnar eru.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er listi yfir veðrið við embættistöku Bandaríkjaforseta allt frá árinu 1817 á Intellicast.

Ágúst H Bjarnason, 21.1.2009 kl. 12:52

6 identicon

Auðvitað var hnattstaðan á Wikipedia. Washington D.C. er á 38,89°N en Napoli á 40,833°N. -

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband