21.1.2009
Flughált
Á Höfuðborgarsvæðinu er nú afar hált eftir að ísinn og klakinn náðu að blotna í nótt. Hitinn er 2-3°C og vatnslinsa yfir klakanum. Betra að passa sig, ekki síst fyrir þá gangandi. Þó helstu götur séu nokkuð hreinar eru þær blautar og það háttar þannig til í morgunsárið að þó hiti sé ofan frostmarks í 2 m hæð stirnir á yfirborðið. Kemur í ljós að veghitinn t.a.m. á Reykjanesbrautinni er rétt um frostmark. Yfirborðið er fljót að kólna í myrkrinu þegar ekki blæs.
Annars hefur Vegagerðin gefið það út að flestir vegir landsins eru ýmist hálir eða flughálir. Víða á láglendi um landið er ástandið svipað og hér í Reykjavík, væg þíða og samanþjappaður snjór eða klaki á mörgum veganna hefur náð að blotna. Og þá er ekki að sökum að spyrja.
Á kortum Vegagerðarinnar táknar ljósblá merking það að vegur sé háll, en dökkblár að hann sé flugháll. Við þær aðstæður þarf ekki mikla veðurhæð til þess beinlínis að feykja ökutækjum út af.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll kæri Einar.
Þakka þér kærlega fyrir veðurpælingarnar þínar hér á blogginu. Ég hef mikinn áhuga á veðri og veðurfyrirbrigðum og kíki oft á það sem þú skrifar hér.
Ég er mótorhjólamaður, og nota hjólið mitt eins mikið og ég get allan ársins hring. Hjólið mitt er þungt götuhjól og hentar afar illa til notkunar er það er hálka, en er vel nothæft nánast allan veturinn undanfarin ár. Það eru helst hlutar janúar, febrúar og mars þar sem hjólið mitt verður að standa ónotað inni í skúr nokkarar vikur.
Ég hef rekið mig á, að það er hættulegast hvað færð varðar að vera á hjólinu þegar hlánar og hitastig er á bilinu 1-4°C eftir frosttímabil. Þá geta verið ósýnilegir hálkublettir á götum víða talsvert lengi, jafnvel þótt lofthiti hafi verið á þessu bili í nokkra daga.
Oft á stundum þegar hitastig verður -3°C og minna, minnkar loftraki verulega og jafnvel svo að frosnir pollar virðast gufa upp. Þá verða göturnar mjög þurrar, og gott að nota hjólið þótt kalt geti verið að hjóla, og stundum varasamt vegna minna veggrips.
Er nokkur leið til þess að fá þig, kæri Einar, til þess að hafa okkur mótorhjólamenn sem nenna að hjóla á veturna í huga, og gefa okkur ráðleggingar varðandi færð þegar hitastigið er á þessu hættulega stigi fyrir okkur, þ.e. á bilinu 0-4°C ?
Takk kærlega aftur fyrir þetta blogg þitt.
Kær kveðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.