Fjarkönnun upp á sitt besta

 22jan2009_Dundee

 

 

Þessi tunglmynd var tekin í dag, 22, jan. kl. 13:30.  Hún er upp á sitt besta og ótal margt að sjá. 

Fyrir það fyrsta má nánast staðsetja lægðarmiðjuna djúpu fyrir miðju skýjasnúðsins neðst til hægri. Í öðru lagi er ísjaðarinn langt undan Vestfjörjum austur undir Grænlandi afar greinilegur.  Að síðustu eru það þessi lóðbeinu strik sem sjá má geinilega á Faxaflóa og fyrir suðvestan landið.  Þetta eru vitanlega flugvélaslóðar.  Þeir virðast "lifa" lengur á himni en alla jafna annars.

Síðan eru það allt hitt það skemmtilega á myndinni, m.a. bylgjumyndunin norðan Vatnajökuls eða göndull og fleira.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aldrei bregst veðrið vonum manns þó ríkisstjórnir og allt annað geri það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Mögnuð mynd. Ótrúlega hlýtt samt miðað við norð-austan átt á þessum árstíma, alla vega hér fyrir austan.

Kær kveðja! Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 23.1.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Frábær mynd - reyndar frábær felumynd því ég var lengi að finna Ísland í þessu munstri.

Sverrir Páll Erlendsson, 26.1.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband