Óvenjustillt í Bláfjöllum

Bláfjöll úr safni / Ljósm.ArngrímurÓhætt er að segja að margt hafi verið um manninn í Bláfjöllum í dag og langt síðan ég man eftir öðrum eins fólksfjölda þar uppfrá rennandi sér á skíðum eða brettum, nú eða á gönguskíðum.  Óvenju margt var um manninn í "sporinu" í dag.

Veðrið var gott og sólin skein. Í mínum huga er gott veður í Bláfjöllum hins vegar þegar vindur er ekki til vandræða.  Eftir hádegi var nánast logn eða smá andvari, en slíkt er heldur óvenjulegt á þessum stað í janúar.  Stillu getur maður helst vænst í miklum gaddi um miðjan vetur, en svo var ekki í dag, því hitinn var rétt um frostmark.  Þegar meðalvindhraði á stöðinni Bláfjöll er hvorki meira né minna 9 m/s í janúar er ekki nema von að manni verður hálfpartinn brugðið við blíðuna sem gerði í dag 25. janúar.

Fjöldinn sem lagði leið sína í Bláfjöll sýnir vel að það er greinileg skíðavakning í gangi á höfuðborgarsvæðinu.

Myndin er ekki alveg ný og fengin af ljósmyndavef Arngríms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband