25.1.2009
Japanskt tungl á braut til mælinga á CO2
Fyrir helgi var skotið á loft nýju gervitungli á sporbaug um jörð. Það var geimvísindastofnun Japan, JAXA sem skaut tunglinu frá þeirra Kanavaralhöfða eða Tanegashima sem í raun er smáeyja suður undan syðsta hluta Japan. Skotið tókst vel og Ibuki, eins og tunglið kallast er nú í um 670 km hæð og fer pólhring umhverfis jörðina á 100 mínútum.
Meginhlutverk Ibuki verður að mæla þéttleika gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings og metans í andrúmslofti á fyrirfram ákveðnum 56.000 punktum yfir jörðu. Í dag eru mælistaðir á jörðu niðri um 280 talsins og ætlunin er að kanna hvort að þessar merkilegu snefillofttegundir hafi ójafnari þéttleika en þær tiltölulega fáu mælingastöðvar hafa hingað til gefið til kynna.
Eins og gefur að skilja er JAXA í ágætu samstarfi við systurstofnun sína NASA og sú síðarnefnda mun varðveita gögn Ibuki og dreifa þeim um heimsbyggðina til greiningar og frekari rannsókna m.a. í loftslagmálum.
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Breytt 26.8.2009 kl. 13:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar.
Hér er grein um CO2 mælingar með AIRS mælitækinu sem er um borð í Aqua gervihnetti NASA sem hefur verið á lofti síðan 2002. "First Satellite Remote Sounding of the Global Mid-Tropospheric CO2"
Veðurfræðingurinn Antony Watt fjallaði um þessar mælingar á bloggi sínu hér 31. júlí s.l.
Ágúst H Bjarnason, 26.1.2009 kl. 09:38
Þakka þér þessa tengla Ágúst. Ibuki er búið fullkomnari mælitækjum, en Aqua hefur að því mér skylst aðallega mælt koltvísýring nærri ákveðnum þrýstifleti (500 hPa). Hið japansk Ibuki tungl skynjar geislun frá koltvísýringi og metani þvert í gegn um lofthjúpinn. Mælingarnar bæta að ég held litlu við um dreifingu jafn "homogen" gastegundar og CO2, en um það svo sem getur enginn fullyrt fyrr en að lokinni gagnöflun og úrvinnslu þeirra.
Einar Sveinbjörnsson, 26.1.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.