Spáði Halldór rétt ?

Morgunblaðið/Halldór

 

Halldór teiknari Morgunblaðsins birti þessa skemmtilegu skopmynd í blaði gærdagsins (eða var það í fyrradag ?).

Er ekki óhætt að segja að spá hans frá því í gær hafi ræst nokkuð vel í dag í því pólitíska hreingerningaveðri sem ríkt hefur í dag ?

En er alveg víst að það hafi viðrað til þerris, nú þegar búið er að hengja landið upp á snúru ?

Pólitísk líkindi nú eru mikil með árinu 1979, þegar ríkisstjórn baðst lausnar á miðju kjörtímabili og boðað var  til kosninga líkt og nú.   Þá rétt eins og nú var hver höndin upp á móti annarri og brigslyrðin gengu á víxl.

1979 var ekki aðeins sögulegt í stjórnmálunum hér á landi, það ekki síður veðurfarslega sögulegt sem kaldasta ár 20. aldarinnar.  En mun 2009 feta í fótspor 1979 hvað það varðar.  Þó árið sé rétt nýhafið held ég samt að það gerist varla.  En hver veit svo sem ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, nei! Eftir þessa sjóðheitu byrjun fáum við heitasta ár allra tíma!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 01:01

2 identicon

Hver veit nema að þetta ár verði hlýjasta ár 21.aldar? Hér ríkir úthafsloftslag og sjórinn í kringum landið hefur mikið um veðrið að segja. Nú er sjórinn tiltölulega hlýr miðað við árstíma og hafís er langt í burtu. Með þetta tvennt að leiðarljósi myndi ég halda að árið verði mjög hlýtt :)

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:37

3 identicon

Í framhaldi af ofanskráðu var ég að kíkja á 9 sólarhringa spána frá Wetterzentrale.de og þar sýnist mér horfur séu á fremur mildu veðri þann tíma, sem sú spá nær yfir (kortið sem birt var núna kl. 11:00 f.h. 27.1.) Ætli Sigurður Þór geti orðið sannspár um þetta eins og svo margt annað?

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sá kommentið þitt hjá Agli Helga í gær og fannst það mjög merkilegt.  Enda ert þú merkilegur maður og hefðir að mínu viti átt að blanda þér í nýgenginn formannsslag  Bestu kveðjur.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ef ég man rétt, var það vorið 1979 þegar allt var að frjósa í hel í sauðburðinum austur á Síðu. Og maður komst líklega næst Frelsaranum, þegar ég bjargaði tvílembunni úr slyddunni ofan af fjalli.

Ketill Sigurjónsson, 28.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband