Talsvert snjóað í höfuðborginni

Talsvert hefur snjóað á Höfuðborgarsvæðinu í dag í nánast logni.  Snjór er orðinn það mikill að kallast gæti þæfingsfærð inni í hverfum þar sem ekki hefur verið hreinsað.   Byrjaði með sannkallaðri hundslappadrífu í morgun.  Þá birtist á veðurratsjá myndarlegur snjókomubakki úr suðaustri yfir Reykjanesfjallgarðinn. 

Ekkert var þar sem í sjálfu sér kom á óvart.  Aðeins rofaði til um hádegisbil, en aftur tók að snjóa og svo virtist sem bakkinn væri nær kyrrstæður yfir Hellisheiði, Bláfjöllum og við innanverðan Faxaflóann.  Á ratsjánni minnkaði snjókomubakkinn stöðugt, aðeins  mótaði fyrir honum um kl. 15:30 og þá hélt maður nú að nú færi þessu "langa éli" að slota. 

Veðurratsjá VÍ 28.jan kl. 1530

Það gerðist hins vegar ekki því áfram fennti og það þó svo að ratsjáin sýndi engin merki úrkomu í grennd við Reykjavík. (sjá ratsjármynd að neðan).

 

Það merkilega var að nánast ekkert hefur snjóað suður í Keflavík og þar í grenndinni, úrkomusvæðið er hægfara og tiltölulega afmarkaður bakki í stefnu NV-SA.  Síðan er hann líka lítt sýnilegur, toppar hans í um 3 km hæð og á tunglmynd í dag var hann hulinn mun hærri blikuslæðu frá lægðarbólu skammt suðaustur af  landinu.   

Þegar þetta er skrifað laust fyrir kl. 21 snjóar enn og guð má vita vita hvenær þessu "él" slotar !

Veðurratsjá VÍ 28.jan kl. 1900


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

......og núna virðist bakkinn vera að þéttast aftur skv. ratsjármyndinni hjá Veðurstofu. Skv. vefmyndavél virðist hafa muggað nokkuð í Stykkishólmi, en aftur á móti eitthvað sáralítið í Ólafsvík (sem er alltaf "heima" í minni orðabók!) Veðursjáin sýnir úrkomubakka yfir Snæfellsnesfjallgarðinum,  held ég. Hér norður við Dumbshaf er hinsvegar fremur léttskýjað, einhver dreif af flákaskýjum, blikutrefjar ofar en syðst sýnist mér uppgangsblika. Vindur hægur, loftvogin hefur stigið oggulítið í dag og er núna í 987,5 hPa. Var tæplega 986 hPa kl. 05:00 í morgun, þannig að breytingin er lítil. Skyggnið er eins og landslag leyfir.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú er snjódýptin í Reykjavík orðin 19 cm, jafnmikil og hún hefur mest orðið, tvo daga skömmu fyrir jól.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband