Í Reykjavík var í morgun mæld snjódýpt 19 sm. Sjá má á þessu korti að engan veginn getur talist vera snjóþungt á landinu nú í endaðan janúar. Af þeim stöðum þar sem er mælt viðist mest vera í Svartárkoti fremst í Bárðardal. Á næsta bæ, Mýri er líka mælt. Þar er hins vegar ekki nema 8 sm snjódýpt í dag 29. janúar.
Í byggð á Austfjörðum er jörð alauð og ekki getur talist vera snjór að ráði í allajafna snjóþungu byggðunum á utanverðum Tröllaskaga. Svipað er upp á tengingunum á norðanverðum Vestfjörðum.
Geri þó þann fyrirvara við þetta kort að allmargar stöðvar hafa ekki skilað sér með upplýsingar (+) og eins er lítið um mælingar til fjalla, en ég þykist vita að ofan u.þ.b. 200 metra sé talsverður snjór miðað við árstímann.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé það vantar upplýsingar frá Hveravöllum inn á kortið. Eftir myndavélinni að dæma er skaflinn sunnan við stofugluggann ekkert sérlega hár, miðað við það sem maður þekkir (þykist vera bærilega kunnugur þarna!). En eru sjálfvirku mælarnir ekki að senda? Ég sé líka að þú ert ekki með mælingar frá Setrinu, sunnan jökuls. Þar er nýbúið að endurnýja sjálfvirkan mæli, það best ég veit.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:03
Þorkell !
Sjálfvirku stöðinni á Hveravöllum er ekki unnt að mæla snjódýpt. Hins vegar er vefmyndavél á þaki gamla veðurathugunarhússins og mætti koma fyrir á athugunarreitnum lituðum og áberandi stöngum og þannig stunda daglegar "fjarmælingar" á snjólagi og snjódýpt !
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 29.1.2009 kl. 16:24
Já, það hefur sem sagt ekki virkað dótið sem var sett upp suður í hraunjaðrinum og átti að geta mælt snjódýpt sjálfvirkt. Eru stangirnar hans Haraldar Ólafssonar ekki lengur þarna á melkollinum SA af gámnum? Ég var einu sinni dagpart að aðstoða Harald snemmsumars við að rétta stangirnar af og stilla þær af. Ég hélt að vefmyndavélin, sem maður kemst inn á bæði á vef Veðurstofu og Vegagerðar væri í gamla tækjaherberginu og myndaði út um gluggann. Vafalaust er mjög heppilegt að hafa hana uppi á þaki, ef hún þolir þá veðurálagið.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:30
Þorkell !
Jú það er rétt, myndavélin er nú inni á bak við gler, en það var Vegagerðin sem setti hana upp. Stikurnar hans Haraldar, Svönu ofl. voru settar upp í rannsóknarskini á sínum tíma á meðan stöðin var enn mönnuð. Þegar ég kom þarna haustið 2006 voru þær flestar enn til staðar. Hvað hefur gerst síðan á Hveravöllum veit ég ekki.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 29.1.2009 kl. 18:41
Einmitt. Ég hef ekki komið þarna alltof lengi, eiginlega finnst mér staðurinn hafa sett niður eftir að bæði Veðurstofan og Ferðafélagið hættu að "rækta" hann. Dóttir mín og tengdasonur voru þarna uppfrá fyrir nær ári - um páska - þau halda alltaf tengslum við starfsfólk VÍ, og hafa stundum fengið að vera þarna að vetri til.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:46
Góðu fréttirnar eru líka þær að nú eru aðeins 7 - 10 dagar í að snjóbráð hefjist sem gerir veturinn mun léttbærari
Samkvæmt Almanaki Háskólans verður birtutími einnig orðin 9 1/2 klst. þann 6. febrúar sem ætti að létta andann í þjóðarsálinni.
Ljonsmakkinn (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.