Með fallegri tunglmyndum af snæviþöktu landinu

 Þessa glæsilegu mynd sendi Ingibjörg Jónsdóttir mér.  Hún er tekin í hádeginu, nánar tiltekið kl. 12:33.  Nýsnævið sker sig mjög vel frá sjónum og afar skarpir drættir koma fram.  Athyglisvert er að sjá að á láglendi norðaustanlands og á Héraði er jörð alauð á meðan hvítt er ofan í fjöru víðast annars staðar.  Eins og svo oft áður á þessum myndum sést vel hvað almennt virðist snjólétt framantil í Skagafirði.  Takið líka eftir því að Þingvallavatn hefur enn ekki lagt.

 

200901301228_rgb

 

Tunglmyndin er frá móttökustöðinni í Dundee og er samsett úr hitamynd og ljósmynd. Til aðgreiningar er settur í hana örlítill litur.  En þar sem birtan er enn takmörkuð þetta norðarlega gætir áhrifa ljósmyndarinnar lítt fyrir norðan og vestan land.  Meginísjaðarinn er vel greinilegur og langt undan Vestfjörðum, líkast til handan miðlín.  Góð tíðindi að hafísinn skuli vera fjarri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Frábær mynd!

HP Foss, 30.1.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, klikkað flott!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk Einar. Hafísinn á norðurhveli jarðar hefur verið minni en í meðallagi í rúmlega 5 ár samfellt...

http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/sea.ice.anomaly.timeseries.jpg

Hörður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 05:57

4 identicon

Ég sendi þessa mynd til frændfólks í Canada, þau eru stórhrifin af henni en spyrja hvað þetta veðurtungl sé langt frá jörðu. Kveðja. Arndis.

Arndís Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Sigurjón

Mjög góð mynd hjá þér Einar!  Takk fyrir...

Sigurjón, 1.2.2009 kl. 02:33

6 Smámynd: Jón Páll Vilhelmsson

Flott mynd.

Það sem mér finnst athugavert er lögun ísjaðarins. Hann virðist fylgja straumiðum í hafinu. Er eitthvað til í því?

Þetta er eins og myndir af seigfljótandi lituðum vökva í tilraunaglerbúri!

Jón Páll Vilhelmsson, 2.2.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband