28.2.2009
Hvaða einkunn fær þessi febrúarmánuður ?
Febrúar 2009;- var hann kaldur eða hlýr ? Telst hann snjóléttur, bjartur, drungalegur, stormasamur eða hægviðrasamur ?
Maður veit eiginlega ekki hvað skal segja. Sennilega telst hann hagstæður og ekki hefur verið snjóþungt. Samgöngur á landi hafa gengið vel og mánuðurinn held ég alveg laust við stórviðri.
Hins vegar var hann sérlega kaflaskiptur. Framan af var kalt og talsverðar frosthörkur til landsins. Þá voru stillur dag eftir dag og veður bjart. Fyrir miðjan mánuð hlýnaði hins vegar með suðlægum vindáttum og sérlega milt var um nokkurra daga skeið, sérstaklega dagana 16. og 17. Áfram taldist milt þar til alveg undir lokin þegar kólnaði á ný og aðeins síðustu 3 til 4 dagarnir teljast til "venjulegra" vetrardaga, ef hægt er að tala um "venjulegt" veður, eins breytilegt og það nú er hér að vetrarlagi.
Línuritið sýnir sveiflurnar í sólarhringshita í Reykjavík, með fyrirvara um þann 28, sem ekki er liðinn þegar þetta er skrifað. Og eins og stundum áður þegar sviptingar eru í hitafarinu að þá stefnir febrúar í það að vera nærri eða rétt ofan meðalhitans. Sú lýsing er engu að síður í litlu samræmi við raunverulegt hitafar mánaðarins í Reykjavík !
Fróðlegt verður að sjá uppgjörið hjá Veðurstofunni nú eftir helgi.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst þetta afar þægilegur mánuður hvað verður varðar, hlýr og bjartur.
Ragnheiður J Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 01:12
þægilegast við hann fannst mér fjarvera manndrápslægða.
p.s. var að tékka á veður.is , tók eftir að það var 4+ skjálfti við Gjálp. Ætli það sæti e-jum tíðindum... hmm....
http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/
Ari (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 02:42
Getur þú ekki skýrt það út hvers vegna stundum koma stórar mínustölur frá sjálfvirku úrkomusstöðvunum, alltaf yfir -500, t.d. -589,2 frá Vestmannaeyjabæ í morgun?
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2009 kl. 10:23
Á akureyri var þessi mánuður frekar snjóþungur.
Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.