2.3.2009
Hríðarveðrið í New York
Bandaríkjamenn kalla það Nor'easter snjóhríðina sem gerði í nótt og í morgun á norðausturströnd Bandaríkjanna. Lægð úti fyrir yfir hafinu dregur kalt meginlandsloft norðan frá Kanada, en lægðin leggur til rakann svo úr verður allhvöss N og NA með snjókomu í strandríkjunum frá Maine suður til Virginíu.
Ég fjallaði ítarlega um tilurð þessara veðra fyrir tveimur árum hér.
Í New York borg var snjódýptin þetta 20-30 sm. Í fyrsta sinn í fjögur ár var skólahaldi grunnskólabarna aflýst í borginni. Af því einu hlaust gríðarleg röskun. Skólabörnin eru 1,1 milljónir talsins í borginni og foreldrarnir hlaupa ekki svo glatt í burtu frá þeim til vinnu sinnar auk þess sem samgöngurnar hökta svo vægt sé til orða tekið.
Hér eru nokkrar fallega myndir úr borginni sem ég fékk af vef New York Times.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.