Siglufjörður og Ólafsfjörður vafalítið snjóþyngstu byggðakjarnar landsins

8.mars 2009 kl. 12Í gær, sunnudag (8. mars)  snjóaði einhver lifandis ósköp á utanverðum Tröllaskaga og í Eyjafirði.  S.s. á Siglufirði, í Ólafsfirði og í sjónvarpsfréttum í kvöld gat að líta myndir af fannfergi á Grenivík.

Þegar svo háttar til að sæmilega rakt loft berst með N eða NA-átt upp að miðju Norðurlandi, lyftist það yfir há fjöllin og þá fylgir mikil úrkoma.  Síðla sumars eða á haustin verður stórrigning, en á veturna snjóar vitanlega eða í það minnsta oftast nær. 

EyjafjörðurSvæðið þar sem úrkomumagnið verður hvað mest er nokkuð staðbundið, nær frá Fljótum (einkum Stíflu), fyrir Sauðanes, Siglufjörð, Héðinsfjörð og yfir í Ólafsjörð.  Þaðan inn eftir Eyjafirði yfir í Karlsárdal skammt utan Dalvíkur, en Svarfaðardalur sleppur oftast mun betur.  Handan fjarðarins nær snjóakistan inn eftir Látraströndinni yfir í Kaldbak og niður í Dalsmynni þar sem Grenivík kúrir og einnig þykir snjóþungt úti í Fjörðum og á Flateyjardal, einkum í Víknafjöllum austan hans.

Veturna um og upp úr 1990 voru byggðirnar út með Eyjafirðinum oft á kafi í bókstarflegri merkingu. Síðan komu snjóléttari vetur, en þó eðlilegri inn á milli, en síðustu ár, svona frá 2003 hefur lítt kveðið að raunverulegum snjóþyngslum.  Í raun hefur gert reglulegar ofanhríðar, en vetrarhlákur síðan gengið á skaflana, í stað þess að vetrarákoman safnist stöðugt upp yfir veturinn.

Í gær og þar til í morgun mældist úrkoman í Ólafsfirði um 50 mm og féll hún öll sem logndrífa í vægu frosti.  Snjódýptin laust fyrir hádegi í dag var að sögn staðkunnugra um 60-70 sm.  Snjómokstur á Ólafsfirði 28.okt 2008Snjóathugunarmaður Veðurstofunnar, Jóhannes í Kálfsárkoti, er illa fjarri suður á Kanarí er mér sagt. Því eru engar "opinberar" mælitölur að hafa. Þegar vindur er á norðan er sæmilegt skjól í Ólafsfirði, en nokkuð blæs og fýkur frekar í skafla á Siglufirði.  Í norðaustanátt er þessu öfugt farið, þá stendur strókurinn inn Ólafsfjörð á meðan skýlla er á Siglufirði og snjórinn fellur í hægum vindi.

Í pistli á Vísindavefnum um mestu snjódýpt á Íslandi kemur m.a. fram að mestu snjódýpt sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð sé 279 sm (hátt í 3 metrar) !  Það var við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum í mars snjóaveturinn 1995.

Ljósmynd:  Ronnson í Ólafsfirði, sjá tengil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Blessaður Einar.

Hvernig finnst þeir þessi veðurspá fyrir okkur Stórhöfðingja???

Spárit fyrir Stórhöfði. Ef það birtist ekki hér þá hefur framleiðsla þess misfarist.

Stórhöfði
TímiVeðurVindurHitiUppsöfnuð úrkomaSkýja-
hulaDaggar-
mark
Þri 10.03
kl. 00:00
LéttskýjaðNorð-austan 10 m/s1°C0 mm / 6klst10%-3 °C
Þri 10.03
kl. 06:00
SkýjaðAust-norð-austan 6 m/s1°C0.2 mm / 6klst100%-2 °C
Þri 10.03
kl. 12:00
SkýjaðSuð-austan 6 m/s3°C0.1 mm / 6klst20%2 °C
Þri 10.03
kl. 18:00
Lítils háttar rigningSuð-austan 15 m/s5°C0.3 mm / 6klst100%2 °C
Mið 11.03
kl. 00:00
RigningSuð-austan 44 m/s4°C4 mm / 6klst100%3 °C
Mið 11.03
kl. 06:00
RigningSuð-suð-vestan 12 m/s3°C9.6 mm / 6klst0%4 °C
Mið 11.03
kl. 12:00
RigningSuð-suð-austan 8 m/s5°C10.6 mm / 12klst80%3 °C
Fim 12.03
kl. 00:00
SkúrirNorð-austan 10 m/s4°C1.5 mm / 12klst100%1 °C
Fim 12.03
kl. 12:00
LéttskýjaðNorðan 8 m/s1°C0.2 mm / 12klst0%-2 °C
Fös 13.03
kl. 00:00
LéttskýjaðNorð-norð-austan 9 m/s1°C0 mm / 12klst10%-4 °C
Fös 13.03
kl. 12:00
SlydduélAustan 10 m/s1°C1.3 mm / 12klst70%-1 °C
Lau 14.03
kl. 00:00
Lítils háttar snjókomaAustan 20 m/s0°C4 mm / 12klst100%-3 °C
Lau 14.03
kl. 12:00
SkýjaðAust-norð-austan 6 m/s-1°C0.8 mm / 12klst60%-5 °C
Sun 15.03
kl. 00:00
AlskýjaðAustan 7 m/s-1°C0.5 mm / 12klst90%-5 °C
Sun 15.03
kl. 12:00
Lítils háttar snjókomaAustan 10 m/s0°C0.8 mm / 12klst100%-6 °C
Mán 16.03
kl. 00:00
Lítils háttar snjókomaSuð-suð-austan 9 m/s2°C4.5 mm / 12klst100%-2 °C

Ég held að ein ákveðinn sía sé einhvað að klikka einu sinni enn

E.s. Afsakið að setja aftur í athugarsemd. Enn ég vildi bara hafa þetta í nýjustu athugasemdinni.

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.3.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarfaðardalur og Skíðadalur inn af honum eru vafalítið töluvert snjóþyngri en Dalvík, svipað og Fljótin gæti ég trúað.

Þorsteinn Briem, 10.3.2009 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband