Fyrirbyggjandi aðgerðir til gagns fyrir loftgæði

Í gær, þriðjudag, lét ég í það skína að allar veðurfarslegar forsendur væru fyrir slæmum loftgæðum að lokinni morgun ös umferðarinnar.  Vindur var afar hægur og um alla borg mátti sjá að flögg og fánar bærðust vart.

Á milli kl. 9 og 10, eða að loknum mesta umferðartoppnum, ók ég sem leið lá úr Garðabænum vestur í Háskóla til kennslu.   Tók ég greinilega eftir því að loftið var óvenju hreint miðað við aðstæður.  Einnig mátti sjá að helstu umferðargötur virtust blautar, en voru það þó ekki.  Í stað gráma slitlagsins á þurrum dögum sem þessum voru göturnar svartgljáandi.  Skýringuna er að finna í fyrirbyggjandi aðgerð sem felst í pækli (19% magnesíumklóríð) sem úðað er yfir götuna sbr. eftirfarandi kafla úr frétt frá Umhverfis- og heilbrigðissviði Reykjavíkurborgar:

Guðbjartur Sigfússon deildarstjóri gatna segir að sterkari saltblöndu til rykbindingar hafi verið úðað á helstu umferðagötur á sunnudagsnótt og býst hann við að hún dugi í þrjá daga. 

RYKBINDMeðfylgjandi mynd frá Reykjavíkurborg sýnir vel ummerki á götunni eftir ferð bílsins með pækilinn fyrir helgi.  

Gildi svifryks samkvæmt mælingum héldust um morguninn hófleg, eða 20-30 míkrógrömm (PM10) í stað þeirra um og yfir 100  míkrógramma, sem annars mætti gera ráð fyrir að morguntoppurinn hefði valdið.

Vera má að þarna sé komin nærtæk fyrirbyggjandi leið til að koma í veg fyrir verstu svifrykstilvikin sem alla jafna verða í þurru og stilltu veðri með hitahvörfum við jörð.  Vonandi bara að þessi leið sé ekki tiltakanlega dýr og því vænleg til að bæta loftgæði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband