11.3.2009
Vindhögg á Stórhöfða ?
Pálmi Freyr Óskarsson veðurathugnarmaður á Stórhöfða benti í athugasemd hér á að vindaspá Veðurstofunnar gerði ráð fyrir 44 m/s á miðnætti í nótt sem leið. Meira að segja Pálma þótti þetta heldur mikið af hinu góða í spá og ýjaði að því að Kalmansían sem hér er stundum umrædd hafi slegið feilhögg og ofmeti vindinn.
Sjálfur vildi ég ekki koma með viðbrögð fyrr en eftir á, vegna þess að SA-röstin sem fór yfir landið var alveg þannig gerð að gera mátti ráð fyrir verulegum vindi á Stórhöfða. Líka að veðrið gengi yfir á tiltölulega skömmum tíma.
Í reyndinni var vindurinn 28 m/s á miðnætti og mestu varð meðalvindurinn á Stórhöfða 33 m/s skömmu síðar. Skekkjan í spánni upp á 44 m/s getur átt sér aðrar skýringar en beinlínis þá að meðferð Kalmansíunnar á hrágögnunum hafi orsakað þetta vindhögg, t.d. að í þessari reiknuðu spá hafi vindröstin verið reiknuð enn stríðari en raunin síðan varð. En í ljósi þess að strax í næsta útreikningi féll spágild vinds um meira en 10 m/s á miðnætti er nærtækast að kenna kalmansíunni um.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar. Hversu mikið er að marka sjálfvirka vindmæla Vegagerðarinnar? Ég sé á mælingum á Þverfjalli á Vestfjörðum (http://www3.vegag.is/faerd/linurit/vindur002.gif) að þar mældist vindhraði upp í 40 m/s um 7 leytið í morgun og í nótt mældust hviður upp í 80 m/s!
Bjarki (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:20
Ég þykist vita að mælirinn á Þverfjalli sé eitthvað lasinn. Mér sýnist að undanfarið hafi hann gjarnan ruglast þegar vindur fer yfir eitthvað ákveðið mark, kannski svona upp úr 20 m/s. Hafandi búið hér í næsta nágrenni fjallsins í áratugi, fylgst með mælingum þaðan síðan þær hófust og verið á fjallinu alloft við vinnu, þá veit ég að þar blæs oft mjög hressilega, en þykir samt afar ólíklegt að mælingar upp á 70-80 m/s séu réttar. M.a. vegna þess að vindáttin hefur um leið verið mjög breytileg, 0-360°.
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.