Loftslagvísindmenn komu saman í Kaupmannahöfn

Picture 45Fjölmargir loftslagsvísindamenn (yfir 2000)  komu saman í Kaupmannahöfn á þriggja daga ráðstefnu í síðustu viku.

Fundur vísindamannanna er liður í undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sþ. í Kaupmannahöfn undir lok ársins eða þeirri fimmtándu i röðinni (COP-15).  Sú síðasta var í Poznan í Póllandi sællar minningar. Þó síðasta IPCC skýrsla sé frá árinu 2007, eru nýjustu rannsóknir þær sem liggja á bak við niðurstöður hennar orðnar þetta þriggja til fjögurra ára gamlar.  Margt hefur átt sér stað síðan þá og báru vísindamenn saman bækur sínar og hyggja á birtingu vísindalegrar samantektar í júní nk. undir flaggi Sþ. Afraksturinn verður þó ekki ný IPCC-samantekt svo það sé á hreinu.

Eitt og annað bitastætt var þó hlerað á fundinum.

1.

greece460x276Rachel Warren, hjá Háskólanum í Austur Anglíu, hefur rannsakað svörun úrkomu í Evrópu eftir ólíkum forsendum loftlagshlýnunar til loka aldarinnar. Miðað við þá þróun sem mæld  hefur verið síðustu tvo til þrjá áratugi á ekki að koma á óvart að gera má ráð fyrir breytingum á gróðurfari í S-Evrópu samfara tíðari þurrkum.  Einkum á svæðum við Miðjarðarhafið, svo og í Portúgal.  Gróðurfar mun aðlagast minni úrkomu og breytast í auknum mæli í þurrar steppur (semi-desert).  Tíðni mikilla þurrviðrissumra með tilheyrandi vantsskorti á líka eftir að hækka norðar í álfunni eftir því sem á öldina líður.

2 .

Ástralinn John Church á loftslagsmiðstöðinni í Tasmaníu hefur rýnt í fínustu drætti fjarkönnunnar og komist að því að sjávarborðshækkun er heldur meiri en áður hefur verið áætluð eða um 3 mm á ári síðustu 15 árin eða svo.  Þetta gildi er talsvert yfir meðalhækkun 20. aldarinnar.

Stefan Ramstorf í Potsdam var á svipuðum nótum og benti á að nýjar athuganir og rannsóknir benda til þess  að sjávarborðshækkunin muni nema frá 75 til 190 sm til ársins 2100.  Jafnvel þó verulega mundi miða í samdrætti í losun, er talsverð hækkun sjávarborðs óumflúin (með 100 sm sem miðgildi)  vegna hitaþenslu heimshafanna og tregðu hennar.  Í síðustu skýrslu IPCC var talað um mikla óvissu sjávarborðshækkunar, m.a. vegna mikillar óvissu um áhrif hitaþenslunnar.  Þar var á varfærin hátt fullyrt að líklegasta hækkunin myndi verða um 30-50 sm á einni öld eða til 2010 miðað við tæplega 3°C hlýnun (sviðsmynd A1B).  Ramstorf fullyrti líka að hröðun sjávarborðshækkunar væri ekki línuleg, heldur mundi hún verða hraðari eftir því sem líður á öldina. 

Þetta síðasta er svo sem engin ný sannindi.  Til samanburðar hefur Al Gore verið að tala um 6 metra hækkun sjávarborðs, en það þó ekki fyrr en að Grænlandsjökull og aðrir verulegir jöklar væru bráðnaðir að fullu.  Nokkuð ljóst er að það gerist þó ekki alfarið á næstu öld !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er áhugaverð ráðstefna enda tímalengd margra mælinga ekki nem 10 ár svo lenging á tímalengd um 3-4 ár skifta miklu. 

Grænlandsjökull hefur ekki bráðnað í veðurfari sem er umtalsvert hlýrra en núverandi veðurfar og því verður það að teljast afar ólíklegt (engin módel sem ég þekki til hafa spáð því hvorki til skams eða lengri tíma litið) að slíkt geti gerst vegna gróðurhúsaloftegunda.

Einnig ber að hafa í huga þegar rætt er um hækkun sjárvarborðs að slíkt hefur gerst jafnt og þétt frá lokum ísaldar og því ber að draga hina náttúrulegu hækkun frá þegar skoða á hvað orsakast af mannavöldum og sem við getum því haft einhver áhrif á.  

Héðinn Björnsson, 16.3.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband