17.3.2009
Með hækkandi sól !
Þeim ótrúlega áfanga hefur verið náð að um 1.000 pistlar eða færslur (nákvæmlega 1.005) hafa verið skrifaðar hér á veðurblogginu frá því í apríl 2006 ! Þessi fjöldi kom sjálfum mér á óvart, að það skuli hægt að tala um veður með viti (vonandi) þetta oft of svona lengi.
Í dag tók ég eftir því innan um öll vel meinandi stjórnmálaskrifin að tal mitt um loftslag og veðurfræðinga virkaði hálf hjákátlegt. Því er mál að linni í bili og rétt að ég taki mér smá orlof frá veðurskrifum fram yfir kosningar og stjórnarmyndun í lok apríl og maí.
Geri þó þann fyrirvara í þessu hléi mínu að gerist eitthvað athyglisvert í veðrinu eða tíðarfarinu kem ég hér inn með greiningu og sjónarhorn.
Annars langar mig að fjalla aðeins fekar um vélsleðaknúið snjóflóð sem varð í gær 15. mars í Ólafsfirði og ég sá mynd af á netinu, en týndi jafnharðan. Ef einhver gæti vísað mér á þá slóð gæti það orðið efniviður í síðustu umfjöllunina í bili.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu Einar og megir þú blogga sem mest innan um vel meinandi stjórnmálaskrif. Öfugt við mörg þeirra virðumst við bæta aðeins við þekkinguna í hvert skipti sem þú skrifar.
Þó er kannski hægt að segja að ef einhvern tíma hefur verið gjörningaveður af mannavöldum á Íslandi, þá varð það síðasta haust. Vonandi lærum við eitthvað af þeirri reynslu.
kveðja, Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson, 17.3.2009 kl. 00:45
Nei, heyrðu nú, Einar! Ef einhverntíma hefur verið þörf fyrir faglegt blogg um náttúrufar Íslands og umhverfis þess þá er það nú! Það er nóg bullað um pólitík og allt sem henni tilheyrir og hrein unun að geta lesið blogg um loftslag og veðurfar, sem skiptir okkur Íslendinga svo gríðarlega miklu af manni, sem veit hvað hann er að tala um. Endilega taktu þessa ákvörðun til endurskoðunar, það er meiri fjöldi en þig grunar sem myndi gleðjast.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:11
Sæll Einar og takk fyrir frábæra bloggsíðu um helsta áhugamál okkar Íslendinga veðrið. Hér er slóð á videóið sem þú talar um http://www.hrollur.is/tube/file/view/239/1/ og endilega ekki hætta að blogga útaf einhveri vesælli pólitík, hún er okkur nú nóg til bölvunar samt.
Kv. Björn
Björn Ingi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:25
Tek undir með Kela.
Sigurður Árnason, 17.3.2009 kl. 08:58
Takk fyrir þessa góðu pistla þína síðustu misserinn. Ég tek undir með öðrum hér, það er engin ástæða til að fara í orlof þó pólitíkin verði plássfrek á blogginu. Það er gott að hafa afdrep í þínu faglega bloggi
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 09:48
Sæll vertu Einar.
Ég vil biðja þig um að halda áfram þínum áhugaverðu skrifum - maður hefur þá einhverja ástæðu til að hökkta inn á netið. Pólitíkin er eins og leiðinda glefsandi hundur þéttbýlisbúans og lýsir um of samskiptum grunnhyggins fólks.
Þakka þér fyrir öll þín framlög sem eru nú ef allt er talið orðin mun fleiri en þúsund
María (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:20
Tek undir með þeim sem skrifa hér að ofan, alls ekki hætta veðurblogginu þótt kosningar nálgast. Nóg er til af stjórnmálabloggi en það er aðeins ein Veðurvakt!
Sveinn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 07:49
Á hverjum degi gerist eitthvað athyglisvert í veðrinu og tíðarfarinu eins og þú veist. Tek undir með öðrum að þú átt alls ekki að minnka veðurbloggið, heldur auka það. Minnstu hins forna spakmælis: Veðurblogg er eina bloggið sem vitsmunaverum er sæmandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.3.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.