13°C á Skjaldþingssötðum

Nú kl. 9 í morgun var 13 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði.  Athyglisvert var að sjá hvað umskiptin voru snögg.  Í alla nótt var hitinn 2 til 3 stig, en á milli kl. 07 og 08 í morgun snerist til SV-blásturst.  Þá var ekki að sökum að spyrja hitinn rauk í einum vetfangi upp í  +13°C.

Á Vatnsskarði eystra, við veginn þar sem hann liggur  hæstur í 430 metra hæð á leiðinni yfir á Borgarfjörð sýndi hitamælirinn 10°C kl. 09.  Engum sögum fer hins vegar af hitafari niðri við sjávarmál á Borgarfirði eystri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að virða fyrir mér hitatölurnar af Alexandersflugvelli hér við Sauðárkrók, en þær eru teknar á heilu tímunum. Kl. 06:00 +2,1°; kl. 07:00 +6,7°; kl. 08:00 +6,0°; kl. 09:00 +8,3°; kl. 10:00 + 8,5°; kl. 11:00 +7,3° - Vindur færðist frá vestri fyrst í morgun til SA núna kl. 11:00 Heldur hefur létt í lofti, heildarskýjahulan er samt í kringum 6/8, neðstu ský eru um það bil 3/8 og í 400 - 600 metrum, vottar fyrir rotor cloud yfir miðju héraði, annars eru þetta mest flákaský, en má greina blikuský ofar.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:27

2 identicon

Alltaf gaman að lesa pistla þína Einar,enda eru þeir fræðandi.Getur þú frætt mig á því,hvaða staðir á landinu rignir mest á og eins hvar vindstyrkur er að jafnaði mestur,og þá hiti.Þegar ég var í Noregi,að þá sögðu Norðmenn ér að Bergen væri mesti rigningarpollurinn hjá þeim. Hafðu þökk.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:41

3 identicon

já það er ánægjulegt að hann haldi áfram með pistla þrátt f. að gefa út nýlega að mögulega myndi hann taka sér hlé.

Pottþétt rignir eflaust mest á Vík og mesta rokið í Vestmannaeyjum ;)  ... mínar ágiskanir

Ari (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 02:52

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið væri gaman og þarft að fá veðurstöð nærri sjávarmáli í Borgarfirði eystra.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband