Mars kaldasti vetrarmánuðurinn ?

Vetur á Melrakasléttu/Sigurjón JósefssonTil vetrarmánaða í veðurfarslegu tilliti teljast desember, janúar, febrúar og mars.  Í Reykjavík stefnir allt í það að marsmánuður verði kaldastur hinna fjögurra vetrarmánaða í ár, en janúar sá hlýjasti !

Allt er þetta nú frekar öfugsnúið, en í janúar var meðalhitinn +1,8°C, en mars stefnir í það að vera örlítið undir frostmarki eða -0,2°C. Eini vetrarmánaðanna sem lendir undir núllinu að þessu sinni   Á Akureyri var mun kaldara í febrúar, en þar einnig var janúar markvert hlýrri, en hinir þrír.  

Mér sýnist annars í fljótu bragði veturinn ætla að verða um hálfri gráðu hlýrri en í meðalári bæði á Akureyri og í Reykjavík og er þá miðað við hið kalda meðaltal 1961-1990.

Einhverjum kann að þykja það til tíðinda að kaldast skuli verða í mars.  Í Reykjavík var mars einnig kaldasti vetrarmánuðurinn árið 2006 og þar á undan 1998.  Að jafnaði er þessi gállinn á vetrarveðráttunni svona einu sinni á átta til tíu ára fresti.  

Myndin  er frá Melrakkasléttu og ljósmyndari Sigurjón Jósefsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég reikna mars í Reykjavík upp á +0,2 stig og hann er þá hlýrri en febrúar. Ég held hann hljóti a.m.k. að vera yfir frostmarki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.4.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband