Aðgerðir sem miðast við 2 stiga hlýnun loftslags

Eitt af því sem fram kom í niðurstöðu loftslagsvísindamanna sem skiluðu áliti sínu til  Sþ í skýrslum IPCC árið 2007 var eitthvað í þessa veru:

Ef styrkur gróðurhúsalofttegunda á að ná tilteknum stöðugleika sem leiðir til hlýnunar um 2,0 til 2,4 °C  til næstu aldamóta (2100) verður að nást að draga úr losuninni um 50-85% fyrir árið 2050. 

Takist það ekki mun hlýna meira og hraðar en sem nemur 2°C til jafnaðar á jörðinni á öldinni sem nú er nýhafin.

Stefnumörkun Evrópusambandsríkjanna miðar að þessu marki, þ.a. að sætta sig við hlýnun upp á 2°C og freista þess að aðlaga samfélög að þeirri hækkun, en að jafnframt skuli stefnt að stórfelldum samdrætti á heimsvísu til að koma í veg fyrir enn frekari hlýnun.  Noregur hefur einnig tekið upp svipaða stefnumörkun og sú íslenska er ekki fjarri lagi þegar grannt er skoðað.

co2-data-noaaBlaðið Guardian gerði fyrr í þessum mánuði könnun meðal nokkur hundruða loftslagsvísindamanna um það hvort þér héldu að þessu 2°C marki yrði náð í samstarfi ríkja heims.  Næstum 90% þeirra taldi ólíklegt að  það takmark mundi nást. Í þessari sömu könnun töldu margir að trúin á 2 stiga markið bæri keim af mikilli bjartsýni, væri óraunsæ og veikir tiltrú mannkyns á að yfir höfuð sé hægt að ná stjórn á loftslagsvandanum. 

Um 40% þeirra sem tóku þátt í könnunni sögðust reiðubúnir að koma fram undir nafni og tjá skoðun sína þessa efnis. Það sjónarmið kom skýrt fram að hægt væri að áorka miklu hefði  heimsbyggðin trú á að aðgerðir til að stemma við loftslagsbreytingum væru raunsæjar og ætlaðar til að ná árangri á lengri tíma.

 

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er þessi skýrsla frá 2007 algjörlega fallin um sjálfa sig er það ekki? Fyrir utan það að fæstir sem komu að henni voru "loftslagsfræðingar", þá hefur bara mikið gerst síðan að hún kom úr. Nú hafa vísindamenn sem komu að gerð skýrslunnar skipt um skoðun og eru nú í hópi þeirra sem mótmæla Al Gore og "hnattrænni hlýnun". Á ráðstefnunum í Noregi og Póllandi um loftslagsmál voru "efasemdarmenn" í algjörum meirihluta, og skýrslan frá 2007 í raun dæmd ómarktæk. Það komu fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla skýrsluni og teljast efasemdarmenn, rúmlega 12 sinnum fleiri en þeir sem skfrifuðu upp á skýrslu SÞ 2007.

En EKKERT er fjallað um þetta í fjölmiðlum. ÞAð er ennþá látið sem svo að það séu bara örfáir vitleysingar sem séu í efa, og þá helst menn á launum hjá olíufyrirtækjunum. Þetta bara stenst ekki. Þegar vísindamenn koma saman á alþjóða ráðstefnu um loftlagsmál og meirihlutinn í raun gefur skít í Al Gore og félaga þá ætti það að vekja athygli, er það ekki? Þegar hluti af þeim vísindamönnum sem sömdu skýrslu SÞ um hnattræna hlýnun snýst hugur, þá ætti það að vekja athygli, er það ekki?

Þessi umræða um hnattræna hlýnun eins og hún er í dag á ekki neitt skylt við vísindi. Þeir sem eru ekki sammála eru bara skammaðir og settir útí horn. Þessi umræða frá mönnum eins og Al Gore á miklu frekar heima á Omega sjónvarpsstöðinni.

Finnst þér þessi einhliða umræða, Einar veðurfræðingur, vera allt í lagi? Samræmist það vísindunum að birta ekki fréttir af ágreining á meðal vísindamanna? Sem dæmi þessar ráðstefnur í Noregi og Póllandi, og hin gríðarmikla gagnrýni á skýrsluna frá 2007.

http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=2158072E-802A-23AD-45F0-274616DB87E6

POZNAN, Poland - The UN global warming conference currently underway in Poland is about to face a serious challenge from over 650 dissenting scientists from around the globe who are criticizing the climate claims made by the UN IPCC and former Vice President Al Gore. Set for release this week, a newly updated U.S. Senate Minority Report features the dissenting voices of over 650 international scientists, many current and former UN IPCC scientists, who have now turned against the UN. The report has added about 250 scientists (and growing) in 2008 to the over 400 scientists who spoke out in 2007. The over 650 dissenting scientists are more than 12 times the number of UN scientists (52) who authored the media hyped IPCC 2007 Summary for Policymakers.

The U.S. Senate report is the latest evidence of the growing groundswell of scientific opposition rising to challenge the UN and Gore. Scientific meetings are now being dominated by a growing number of skeptical scientists. The prestigious International Geological Congress, dubbed the geologists' equivalent of the Olympic Games, was held in Norway in August 2008 and prominently featured the voices and views of scientists skeptical of man-made global warming fears. [See Full report Here: & See: Skeptical scientists overwhelm conference: '2/3 of presenters and question-askers were hostile to, even dismissive of, the UN IPCC' ]

Full Senate Report Set To Be Released in the Next 24 Hours – Stay Tuned…

A hint of what the upcoming report contains:

“I am a skeptic…Global warming has become a new religion.” - Nobel Prize Winner for Physics, Ivar Giaever.

“Since I am no longer affiliated with any organization nor receiving any funding, I can speak quite frankly….As a scientist I remain skeptical.” - Atmospheric Scientist Dr. Joanne Simpson, the first woman in the world to receive a PhD in meteorology and formerly of NASA who has authored more than 190 studies and has been called “among the most preeminent scientists of the last 100 years.”

magus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 02:46

2 identicon

Húrra! Heldur vil ég veðurbloggið en pólitík. Það er líkt og missa fótanna á hálum bryggjusporði þegar veðurbloggið er ekki til staðar.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála Þorkeli!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Loftslag.is

Magus, þú heldur áfram að breiða þessum ósannindum út - þetta hefur allt verið hrakið og mun ég reyna að skrifa færslu um það í kvöld.

En velkominn aftur Einar.

Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Einar, við höfum átt nokkur skoðanaskipti í Mbl. varðandi meinta hlýnun á jörðinni af mannavöldum.Í fyrri grein þinni tókst þú á málinu af yfirvegun en í þeirri seinni var komin "ALGORE" stimpill á þín skrif og þú virðist nú gengin í björg. Það eru hundruðir ef ekki þúsundir vísindamanna (ég tel mig ekki einn af þeim) sem hafna algjörlega kenningunni (eða trúnni) á að CO2 hafi einhver teljandi áhrif á hitastig á jörðinni. Þú veist eins vel og ég að IPCC er stofnað gagngert til að "sanna" að maðurinn hafi mikil áhrif á hitastig jarðar með gjörðum sínum. Ekki síður byggir þessi skari (IPCC er engin smávegis nefnd, telur yfir 2000 manns) kenningar sínar á fölsunum Michaels Mann um hitastig jarðar frá því í miðöldum, ég veit að þú þekkir Hokkýstafinn. Kollegar þínir hjá DMI (dönsku veðurfræðistofnuninnni) voru nú nýlega að gefa út yfirlýsingu undir fyrirsögninni "Hokkystafurinn brotinn" um að þessi frægi stafur væri ekki vísindi. Einn ágætur bloggari úr ALGORE hópnum viðurkennir að fyrri línurit um hitastig á norðurhveli jarðar sé rétt, hitakúrva frá 1000 - 1300 og "litla ísöld" 1600 - 1700 en segir þetta allt af "náttúrulegum orsökum" vegna þess að hann getur ekki annað, það var engin aukning af CO2 af manna völdum. Ég held að allt sem er að gerast í dag sé af náttúrulegum orsökum, í það minnsta sáralítið af manna völdum. Ég hafði vonir um að þú færir að nálgast viðfangsefnið á vísindalegum grunni en sú von er víst brostin. Lestu betur það sem Magnús segir hér að framan. Það er dapurlegt að þeir sem ekki fylgja ALGORE línunni fá ekki inni í fjölmiðlum, raddir þeirra eru kæfðar hvar sem það er hægt. Af hverju komst þú ekki á fyrirlestur Dr. Fred Goldbergs í Norræna húsinu sl. haust?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 11:22

6 identicon

Magus,

Listi Inhofe um 650 efasemdarmenn (síðan hvenær er það næstum 700?) hefur reyndar verið skorinn niður síðan hann var birtur, því sumir á listanum eru greinilega ekki efasemdarmenn. Einnig hafa verið deilur um faglegan bakgrunn annarra á listanum. Slíkar deilur eru leiðinlegar að mínu mati og skila ekki miklu, vænlegra til árangurs er að skoða rök þeirra sem eru á listanum. Þetta er reynt að gera á síðunni http://650list.blogspot.com/.

Flestum þessum rökum hefur fyrir löngu verið svarað ítarlega og í löngu máli. Samantekt má sjá á síðunni http://www.skepticalscience.com/

Varðandi þá fullyrðingu að  efasemdarmenn séu "rúmlega 12 sinnum fleiri en þeir sem skrifuðu upp á skýrslu SÞ 2007", þá eru höfundar þeirrar skýrslu mun fleiri en þeir 52 sem skrifuðu ágripið að skýrslu fyrsta vinnuhóps. Fjórða úttektin sem kom út árið 2007 var 3 stórar skýrslur. Hver skýrsla er margir kaflar og hver kafli hafði tugi höfunda. Hver kafli vitnar í ótal vísindarannsóknir (sem hver hefur oftast nokkra höfunda) og þarf auk þess að sæta skipulegri ritrýni annarra vísindamanna. Lista höfunda og ritrýna má finna í viðauka skýrslanna (þetta eru langir listar, sjá bls 955 - 979 í skýrslu vinnuhóps I, bls 885-932 í skýrslu vinnuhóps II og bls. 827 - 840 í skýrslu vinnuhóps III).

Í heildina  eru því mjög margir einstaklingar sem hafa "skrifað upp á" skýrslurnar.   Skýrslurnar má nálgast á www.ipcc.ch, og þér er velkomið að telja.

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:59

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Velkominn aftur Einar. Alltaf spennandi greinar hjá þér hérna.

Ég vil benda á vef DMI í Danmörku sem mjög góðan vef fyrir okkur leikmennina til fræðslu um meðal annars hlýnun jarðar. Sjá hér.

Tilvitnun í DMI heimasíðuna varðandi þetta efni "Menneskets stigende udledning af blandt andet kuldioxid og metan ophober drivhusgasser i atmosfæren med en forstærket drivhuseffekt og global opvarmning til følge."

Þannig að ég get ekki séð að þeir hjá DMI hafi gert neina stóra stefnubreytingu varðandi þetta efni, þrátt fyrir hugsanlega (hvar er tilvitnunin) endurskoðun á hokkystafnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 13:23

8 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sigurður !

Ég tel mig hvorki hafa gengið fyrir björg og því síður vera málsvara Al Gore.  Skrif mín hér að ofan eru ekki þess eðlis að þar sé ég að lýsa sérstaklega eigin skoðunum.  Frekar að segja frá því hver umræðan sé úti í heimi nú um stundir.  Þessa dagana stendur yfir ráðstefna í Tromsö og sá ég í morgun í Mogga að blaðið hefur sent Baldur Arnarson út og flytur hann ígrundaðar og hlutlægar fréttir af ráðstefnunni geri ég ráð fyrir.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 29.4.2009 kl. 14:20

9 identicon

Smá pæling. Hvað ætli kreppan valdi því hversu mikið minni losun sé núna en ef það hefði ekki orðið kreppa? Ætli það sé í réttu hlutfalli við minnkun á olíunotkun?

Ari (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband