12.5.2009
Bylgjuský yfir landinu
Í hvassri og hlýrri S- og SA-áttinni í dag mátti víða á landinu sjá bylgjuský á lofti. Slíkt er alvanalegt í slíkr veðri. Á tunglmyndum kemur fram munstur þar sem oft má greina þau fjöll eða fjallgarða sem bylgjumynduninni valda. Farþegar í innanlandsflugi í líka hættara við heldur meiri hristingi en vant er, að því gefnu að yfir höfuð sé flogið.
Á meðfylgjandi mynd úr MODIS-tunglinu (kl.13:45) sést að bylgjulengdin á milli skýjanna er ekki alltaf sú sama. Vindstyrkurinn, stöðugleiki loftsins og hæð fjallanna ráða bylgjulengdinni eftir kúnstarinnar reglum.
Hitinn varð hæstur í dag 17°C á Siglufirði samkvæmt töflu á veðurathugunarsíðu Veðurstofunnar. Líklega verður heldur hlýrra á morgun, einkum norðanlands og þá helst austantil á Norðurlandi. Loftmassahitinn verður ívið hærri og vindur þar heldur hægari sem hjálpar upp á sakirnar nú þegar sólin skín glatt.
Lítið lát er hins vegar á vindbelgingnum um landið vestanvert lengst af morgundagsins (miðvikudag).
Meginflokkur: Veðuratburðir hér og nú | Aukaflokkur: Fallegar myndir | Breytt 26.8.2009 kl. 13:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta veðurlag algengt í maí-mánuði?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:14
Nei Alma ! Ekki getur það talist algengt en þekkist þó. Kenniveðurlag maímánaðar í maí-mánuði er svöl og sólrík N-áttin með næturfrostum og með frekar meinlitlum lægðum inn á milli með mildara veðri og vætu. Maí er að jafnaði þurrasti mánuður ársins og þá er meðaloftþrýstingur hvað hæstur. Meðalvindur er þó minni víðast hvar yfir hásumarið.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 13.5.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.