Tveir yndislegir dagar í Reykjavík

picture_3_849072.pngÞað var vel við hæfi að fá þessa heitu og vænu daga yfir helgi og ekki síst var ánægjulegt að vera á Austurvelli í þessu notalega veðri og þegar hitinn varð hvað mestur rétt áður en Evróvisjónförunum var fagnað á sviðinu. 

Ekki komst þó hitinn í 20°C þó svo að framan af degi virtist jafnvel vera að stefna í slíkt.  Í Reykjavík hefur það reyndar aðeins einu sinn gerst í mælingasögunni að hámarkshitinn hafi náð 20 stiga þröskuldinum í Reykjavík, en það var 14. maí 1960.  Álíka hlýja daga gerði aftur um miðjan mánuðinn árið 1988.  Um þessa veðurviðburði og samanburð við hlýindakaflann í höfuðborginni nú má lesa í færslu Sigurðar Þórs Guðjónssonar bæði hér og hér.

Engu er við hans umfjöllun að bæta nema ef vera skyldi að í dag fór hitinn á Veðurstofunni við Bústaðaveg á kvikasilfursmælinum í 18,3°C.  Sjálfvirkur mælir á sama stað var örlítið hærri, en á Reykjavíkurflugvelli varð hitinn mestur 19,1°C.  Því er þetta nefnt ?  Jú árið 1960 var veðurstöðin á Reykjavíkurflugvelli, (skammt frá gamla flugturninum)  Í hlýrri A-áttinni getur hæðarmunur Veðurstofunnar og flugvallarins (40 m) hæglega numið örfáum brotagráðum eða 0,2-0,3 °C.   

Annars var hámarkshitinn 19,5°C á Þingvöllum í dag.  Enn hefur 20 stiga múrinn ekki berið rofinn á landinu til þessa, þó svo að nokkrar heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess allt frá því á þriðjudag !

(Ljósm:  Golli á mbl.is) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband