Veðurútlit hvítasunnuhelgina 29. maí til 1. júní

hvanneyjarvitiHelgarspá Veðurvaktarinnar

 

 

Ætla hér líkt og undanfarin sumur að koma með á fimmtudagsmorgnum veðurspá komandi helgar og reyna að hafa hana á mannamáli !

Föstudagur 29. maí:
Talsverð rigning verður um allt vestanvert landið og úrkoma alveg austur á Hornafjörð.  Hin vegar er spáð sólríku veðri norðaustan- og austanlands, frá Eyjafirði og austur úr.  Hitinn þar allt að 15°C.  En það verður strekkingsvindur af S og SV víðast hvar á morgun, og nokkuð hvass vestantil, sérstaklega framan af deginum.

Laugardagur 30. maí:
Enn strekkingsvindur á landinu, einkum framan af degi.  Minnkandi skúraleiðingar suðvestan- og vestantil og styttir víðast alveg upp undir kvöldið. Hitinn þar um 6-9 stig. Um landið austanvert verður áfram léttskýjað og hiti þetta 13-15  stig og mögulega hlýrra t.d. á Austfjörðum. Yfir landinu er ekkert sérlega hlýtt loft og því kólnar niður í 2-3 stig austantil um nóttina.

Hvítasunnudagur 31. maí:
Háþrýstisvæði verður hægt og bítandi að ná hér yfirhöndinni við landið.  Enn vindur úr vestri og hann frekar svalir.  Hiti ekki nema 6-8 stig, en 12-14 austan og suðaustantil þar sem áfram verður sólríkt.  Útlit er fyrir að annars staðar verði meira og minna skýjað, en úrkomulítið.  Þó eru líkur á einhverri vætu talsvert miklar , einkum suðvestan- og vestantil og austur með Norðurlandi.  Á hálendinu og í raun fyrir ofan um 500-600 metra fellur öll úrkoma sem snjór.

Annar í hvítasunnu 1. júní:
Hæðin verður orðin allsráðandi, hægur vindur af V og NV.  Úrkomulaust að heita má og léttskýjað SA- og A-lands.  Skýjað með köflum annars staðar ekki ólíklega þoka með norðurströndinni. Áfram heldur svalt í lofti.

Einar Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar.

Alltaf gott að eiga þig að, ég er nefnilega að fá gesti frá USA !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband