7.6.2009
Enn einn hlýr mánuðurinn í Danmörku
Danska veðurstofan greinir frá því að með nýliðnum maí hafi bæst við 19. mánuðurinn í röð mánaða sem allir eru ofan meðallags þar í landi. Október 2007 var síðast hitafarið undir meðallagi eins og sést á meðfylgjandi samanburðarriti frá DMI. Ef sá hefði ekki lent rétt undir meðaltalinu væru mánuðirnir yfir meðaltalinu allmiklu fleiri eða alveg frá því í apríl 2006. Ég geri fastlega ráð fyrir því að viðmiðunartímabilið sé 1961-1990 líkt og hjá okkur.
Hér á landi mældust 30 mánuðir samfleytt yfir meðalatali (Reykjavík) frá því í apríl 2002 til september 2004. Það þótti þá frekar óvenjulegt, en hafa verður í huga að viðmiðunartímabilið var kalt hér á landi líkt og ég hef margoft minnst hér á.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og enn er viðmiðunartímabilið kalt og kannski meira vit í því á hlýnandi tímum til að átta sig á hlýnuninni að bera saman við tímabilið 1931-1960.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 14:02
Eða að lengja viðmiðunartímabilið í 60 ár og miða þá við 1931-1990 en þannig fáum við bæði hlýtt og kalt tímabil. Náttúrulegar hitasveiflur virðast stundum ganga yfir á svona ca. 60 árum og við gætum verið á toppnum á einni slíkri núna. Er þessi 30 ára viðmiðun ekki annars alþjóðlegt fyrirbæri sem lítið verður hróflað við?
Emil Hannes Valgeirsson, 7.6.2009 kl. 16:58
Það er ekkert sem bannar mönnum, ef t.d. kemur júlí í Reykjavík upp á 11 stig að átta sig á því t.d. að hann væri 0,4 yfir meðallaginu 1961-90 og því í hlýrra lagi en líka 0,4 undir meðallaginu 1931-60 og því ekki neitt í hlýrra lagi. Að það komi t.d. tíu mánuðir yfir núverandi meðallagi þarf því ekki endilega að þýða að einhver einstök hlýindi séu í gangi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 17:05
Hvílíkur munur að komast inn í danskt veður og í burtu frá Icesave og jöklabréfum.
EE elle (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.