10.6.2009
Makedonía - Ísland í miklum hita ?
Allt bendir til þess að þegar blásið verður til landsleiksins í Skopje síðar í dag muni hitinn vera um 30 til 31°C. Á sunnanverðum Balkanskaga hefur verið talsverð hitabylgja undanfarnar vikur og í dag liggur tunga af vel heitu lofti sunnan úr Miðjarðarhafi og Afríkuströndum til norðausturs yfir Makedóníu, Albaníu og þar um slóðir. Hún sést vel á kortinu sem sýnir hitann í 850 hPa fletinum, sem þarna er í ríflega 1.500 metra hæð.
Leikurinn fer hins vegar fram í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og þar er öllu hlýrra. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði í viðtali á Bylgjunni nú áðan að þessi hiti, sem nú yfir miðjan daginn sé um 33-34°C væri í meira lagi. Vissulega lækkar hann heldur um leið og skyggir, en loftmassahitinn sér til þess að leikið verður í við þó nokkuð hátt hitastig, jafnvel eftir að komið verður myrkur.
Þá er það spurningin hvort kraumandi hiti sé sama leynivopn þjóðarinnar á Balkanskaganum og rokið og rigningin hjá á heimaleikjum okkar ??
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú, meðan leikurinn stendur yfir, er hitinn 32 stig á flugvellinum í Skopje.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.