4.7.2009
Veður á Vestfjörðum
Áhugaverð athugasemd um veður á Vestfjörðum kom frá Steinu í gær. Hún bendir á þann mun sem réttilega getur verið á veðri á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Það rættist mjög úr veðrinu fyrir vestan í gær og spá mín var kannski óþarflega dökk. Horfði um of til veðursins eins og það var kl. 06 í gærmorgun og spá um skýjahulu. Frá Djúpi og suður um á Barðaströnd var hins vegar hið besta veður þegar kom fram á daginn, skýjað með köflum og allt að 20 stig inni á fjörðunum.
Skiptingin norðanverðir og sunnanverðir Vestfirðir er hins vegar alls ekki heppileg að sumarlagi. Hún gengur hins vegar ágætlega upp að vetrarlagi, einkum í hinni ríkjandi norðaustanátt. Þá er skiptingin um Barðann á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Á sumrin er innlögnin í stóru hlutverki og því svipað veður um alla Vestfirði. Þá skiptir meiru hvort verið sé við utantil eða inni í fjarðarbotni.
Annars er hugtakið Vestfirðir almennt séð til vandræða, í það minnsta þegar kemur að veðri. Í daglegu tali teljast Patreksfjörður, Tálknafjörður og Arnarfjörður til suðurfjarða. Spásvæðið Breiðafjörður nær hins vegar til Kópanes við utanverðan Arnarfjörð. Sjálfur tel ég Barðströndina- Múla- og Reykhólasveit til Breiðafjarðar en ekki Vestfjarða. Síðan eru það Strandir. Þær eru á Vestfjarðakjálkanum. Á meðan þessi texti er skrifaður er sent út frá Hólmavík á Rás 2 í tilefni hamingjudag þar. Ferðamálfulltrúi talar stöðugt um "hér á Vestfjörðum" og á við Strandir og væntanlega allan Vestfjarðakjálkann.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlögnin er ekki alveg eins um alla Vestfirði, hennar gætir oft ekki mikið t.d. í fjörðunum við Ísafjarðardjúp.
Dagný (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:30
Ég myndi nú segja að líkurnar á hlýjum sumardögum væru meiri á fjörðunum fyrir sunnan Ísafjarðardjúp en í Djúpinu sjalfu, alveg frá Suðureyri til Dýrafjarðar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2009 kl. 12:24
Já það er mikill munur á veðri á vestfjörðum, í raun nokkur svæði. Strandi að Steingrímsfjarðarheiði, djúpið, suðurfirðir að arnarfirði. suðurfirðir frá arnarfirði og breiðafjörður. En það sem mest í taugarnar er þegar veðurfréttamenn segja "veður verður verst á vestfjörðum", þegar veður er síðan ekki verst á vestfjörðum þá er ekki minnst á það hvar versta veðrið verður. Þetta á sérstaklega við um vetratíman reyndar og veðurfréttamenn stöðvar 2.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.