5.7.2009
25 til 27°C á Norðurlandi ?
Það eru allar forsendur til þess að hitinn komist í 25 til 27°C um miðbik Norðurlands í dag, sunnudag. Þegar þetta er skrifað laust eftir kl. 10 að morgni er hitinn strax 19 stig á stöðum eins og Siglufirði og Ólafsfirði og það vekur ætíð væntingar að heyra af 17°C kl. 06 að morgni eins og var á Torfum í Eyjafjarðarsveit í morgun.
Vindur er nægilega sterkur af SA til að halda aftur af hafgolunni, himinninn er að mestu laus við ský og sólin skín. Ekki minnstu skiptir að loftmassinn sjálfur yfir norðanverðu landinu er vel mildur. Svokölluð þykkt á milli 1000 og 500 hPa þrýstiflatanna verður um 558-559 dekametrar. Slík gildi eru nærri hitabylgjumörkum þeim sem ég sjálfur skilgreini fyrir Ísland. Kannski meira um íslenskar hitabylgjuskilgreiningar síðar.
Myndin er frá Siglufirði og fengin af vef Fjallabyggðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 1790189
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta ætlar því miður ekki alveg að ganga eftir. Hitinn á Siglufirði og Ólafsfirði datt alveg niður fyrir hádegi og í Eyjafirði berst hann í bökkum að komast í 20 stig. Hitinn í Húsafelli datt líka niður. En hitinn í Skagafirði, Húnavatnssýslum og í Dölunum heldur nokkuð sínu en er samt á niðurleið. Gaman væri að heyra af hitabylgjuskilgreiningunum þínum og líka hvers vegna hitinn skilar sér ekki alltaf vel til jarðar þrátt fyrir mikla þykkt, m.ö.o. hvaða aðstæður vinna gegn þykktinni og hverjar vinna með henni varðandi hitann við yfirborð. Hvað gerðist upp úr hádeginu í dag. t.d. þegar hitinn fór að bregðast?
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 16:49
Hér á Akureyri hefur hitastigið verið nokkuð jafnt, rétt um og yfir 20° C í dag. Las á minn mæli sem snýr í vestur kl. 0830 og sýndi hann þá 18,2° C, í skugga vitanlega. Ekki gata ég tekið mark á hitamæli á austurhlið því þar var smá sólarglenna á sama tíma og fór hann því vel yfir 20° C. Núna, kl. 1800 er hitastigið 19,4° C í skugga og smá golu frá sjó. Hitamælir við lögreglustöð er sennilega á einum opnasta (kaldasta) stað í bænum og þess vegna ætti að koma upp sjálfvirkum mæli/um á fleiri stöðum svo réttari mynd fáist af hitastigi í bænum.
Hér á árum áður, þegar ég var ungur, var lögreglustöðin staðsett ofarlega á Oddeyri og að ég held hitamælingar framkvæmdar þar, en þar getur hitastig oft stigið mun hærra en í Þórunnarstræti, þar sem lögreglustöðin er nú, þó stutt sé á milli þeirra staða. Sjálfvirkur mælir við Krossanesbraut virðist vera óvirkur. Örlítil gola úr hafátt er á hitamæli hjá mér sem snýr í austur og hefur verið í dag. Síðustu daga hefur lofthiti verið mun hærri og golan hreinlega heit eða volg, en lengst af í sumar, þó svo veður hafi oft verið gott í sumar. Siðustu daga hef ég oft hugsað með mér að nú kannaðist maður loks við "gömlu góðu" sumarveðráttuna. Ég tek það fram að mínir hitamælar eru ekki "löggildir" en sýna þó rétt hitastig.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 18:14
Veðurstöðin á Akureyri hefur verið á núverandi stað síðan í ágústlok 1968, en þar á undan frá miðjum mars 1943 á gömlu lögreglustöðinni í Smáragötu, en þar á undan frá 1922 á símstöðinni. En hvar var símstöðin á þessum árum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 18:41
En hefur veðurstöðin á Akureyri verið alveg á sama stað frá 1968? Þegar ég var um daginn að velta fyrir mér 20 stiga hita á Akureyri (sjá Hér) fékk ég að lokum athugasemd frá einum sem virðist þekkja til aðstæðna.
„Mannaða stöðin á Akureyri stendur á grasflöt suðvestan við lögreglustöðina í engu sérstöku skjóli held ég.“
Og svo síðar:
„Ég man eftir því að stöðin var á bílastæði norðan við lögreglustöðina en geri mér ekki grein fyrir því hvenær hún hefur verið færð. Það gætu verið 5-10 ár síðan.“ (Bjarki)
Sem sagt, hitamælingar á Akureyri virðast ekki lengur vera gerðar á heitu malbiki eins og fyrir 5-10 árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2009 kl. 21:10
Allt bendir til þess að sumarið 2009 verði hið sólarminnsta í langan tíma. Eilíf ský og skúrir. Hvernig væri að bjóða brenn steiktum Evrópubúum að koma hingað til að kæla sig niður?
Sjáið auglýsinguna fyrir ykkur:
"Tired of constant sun and burning heat. Come to Iceland, the coolest place on Earth this summer! Experience cool climate and occassional rain to cool you down. And we guarantee almost no sunshine during your stay. Iceland - Coolest place on Earth this summer!"
Einar Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:04
Sólskinsstundir voru í tæpu meðallagi í júní í Reykjavík og rúmu meðallagi á Akureyri. Allt of snemmt er að spá því að sumarið 2009 verði hið sólarminnsta í langan tíma.
Það að halda því fram að sólarlítið hafi verið byggist á tilfinningu sem einfaldlega á ekki við rök að styðjast.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 5.7.2009 kl. 23:48
Alveg sammála Einar. Ég hef einmitt verið að furða mig á ummælum hér í kommentakerfinu að það hafi verið sólarleysi í sumar (gerandi ráð f. að margir hér skrifi frá Höfuðborgarsvæðinu). Mér finnst þetta hafa verið ágætis sólarsumar hingað til, vissulega meðalsól en einkar ánægjuleg að birtast með reglulegu millibili.
Ari (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 00:34
"...hlýjast á Brúsastöðum í Vatnsdal." Þessa skondnu fullyrðingu getur að líta í taxtaspá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Gæti vel gengið eftir, en mér þykja menn vera orðnir full gamansamir á þeirri virðulegu stofnun, (nema spánákvæmnin hafi skyndilega náð nýjum og áður óþekktum hæðum).
Skellur (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:09
Bý reyndar á Höfuðborgarsvæðinu og kannast ekki við þessa "meðal" sól sem sagt er að hafi veirð í júní. Man ekki eftir neinum almennilegum sólardögum í júní í ár.
Það má vel vera að það hafi komið sól af og til eða part úr degi í júní, hinsvegar mikið um skýjaða daga. Hinsvegar vantar alveg þessa "heilu" sólardaga í júní í ár, finnst mér.
Einar Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:12
Já, svona er meðallagið maður man aldrei eftir því
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 13:26
Hafa skal það sem sannara reynist: Hér eru mestu sólardagarnir í Reykjavík í júní, fyrst dagsetning, svo sólskin í klukkustundum, 0,1 er 6 mínútur: 1. 14,3; 6. 11,3; 10. 9,7; 15. 12,4; 18. 12,3; 19. 16,6; 24. 13,7; 26. 9,2. Aðrir dagar voru með minna sólskin, aðeins einn dagur (7.) var alveg sólarlaus. Heildarfjöldi sólarstunda var 163,5 klst. Þegar sólarstundir eru orðnar fleiri en 10 mun fólk upplifa verulegt sólskin miðað við venjulegan fótaferðatíma og til kvölds. Það er ekki hægt að komast hjá því.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2009 kl. 15:27
Var í Berlín sem er í mið Evrópu í 6 daga, og það rigndi allan timan nema einn dag en þá var hálfskýjað. Rigningarsumarið hefur verið í mið og austur Evrópu..
Jóhann (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.