Tankar á leið til Vopnafjarðar

503552Þeir hafa vakið nokkra athygli mjöltankarnir sem eru á leið frá Reykjavík til Vopnafjarðar.  Sjálfur eða öllu heldur fyrirtæki mitt Veðurvaktin kom lítillega að undirbúningi þessa verks, þegar spáð var í veður og sjólag á leið prammans.  Ekki síst hvort hagfelldara væri að fara vesturfyrir eða suðurfyrir.  Vopnafjörður er nánast hálfan siglingaveg umhverfis landið þegar lagt er upp frá Reykjavíkurhöfn.

Pramminn fór í Reykjanesröstina í nótt á hagstæðum tíma með tilliti til fallstrauma.  Tankarnir hafa dálitla A- og SA-átt í nefið með suðurströndinni, en úthafsaldan er lítil sem engin eins og oftast má vænta nú um hásumarið. 

Ljósmynd: Sigurður Gunnarsson, fengin af mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Flott að sjá tankana fara úr Reykjavíkurhöfn.
Tók nokkar myndir og lítið myndband af því


D4B57AAB-A55F-BE40-96E9-44DA911145F7
1.02.28

Halldór Sigurðsson, 10.7.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband