Kuldaskil slengjast suður yfir landið seint í nótt

HIRLAM spá 23.júlí kl. 06Heldur er hún hryssingsleg lægðin fyrir norðaustan Melrakkasléttu og nú nálgast.  Henni fylgja skörp kuldaskil sem fara hratt suður yfir landið í nótt og í fyrramálið.

Með þeim kólnar hratt, sérstaklega i hæð, þ.e. til fjalla og á heiðum.  Á Steingrímsfjarðarheiði svo dæmi sé tekið  fellur hitinn úr þetta 9 til 10°C nú á miðnætti niður í um1°C snemma í fyrramálið.   Fyrst mun rigna, en síðan snjóa í fjöll niður fyrir miðjar hlíðar á Vestfjörðum og Norðurlandi.

Í kjölfar skilanna er að sjá afar kalt loft í háloftunum sem steypist yfir landið á morgun.  Hitinn í kjarna þess er svo lágur að t.d. í 500 hPa fletinum hafa ekki sést svo lág tala í júlí í a.m.k. 15 ára skeið.  Miða ég þá við aðgengilegar upplýsingar sem ég hef frá háloftastöðinni í Keflavík eða aftur til 1993.  Gangi spáin eftir mun mælast um 30 stiga frost í Keflavík í þessum fleti í rúmlega 5 km hæð annað kvöld, en í tvígang frá 1993 hefur frostið farið niður í 29 stig í mælingu. -17 til -20°C er algengt hitastig þar um mitt sumar.   Enn er ég nokkuð efins og á eftir að sjá þetta gerast í raun. 

Þegar svo kalt er í háloftunum hrannast upp skúraský þar sem sterkt sólskin nær á annað borð til jarðar. Morgundagurinn, 23. júlí gæti orðið afar fróðlegur í veðurlegu tilliti !   Á því leikur ekki lengur vafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hefnd fyrir blíðviðrið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 00:46

2 identicon

Thad er rett Jon Frimann. Eftir hlyindi sidustu vikna (herna sunnanlands ad minnsta kosti) er jordin vel hly. Kaldur loftmassi slaedist yfir hlyja jord. Kabumm!!! Thrumur og eldingar. Eg thori naestum ad vedja ad thad verdi thrumur og eldingar eins hversstadar a landinu.

Jóhann Grétar Kroyer Gizurarson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn þora bara ekki að trúa því sem spáð er þó það sé skýrt og klárt að spáð er metkulda!! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er hægt að sjá eldingaspá hér: http://andvari.vedur.is/athuganir/eldingar/spa/
Samkvæmt spánni eru ágætislíkur á eldingum næstu tvo sólarhringa víða um land. Ég tek þó metkuldaspám með nokkrum fyrirvara.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.7.2009 kl. 01:42

5 identicon

Sæll Einar, ertu farin að kíkja eitthvað á verðrið um verslunnarmannahelgina ?

Anna 'Oðinsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Loftmassinn er klárlega kaldur, en sólin þarf líka ða ná í gegn og skína í dágóða stund til að verma upp yfirborðið.  Meira og minna skýjað á landinu í dag, síst þó suðaustanlands, en meiri líkur eru á sólskini á morgun um sunnanvert landið.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 23.7.2009 kl. 09:36

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er bara ekkert varið í þrumur í svona kulda. En það var stíll yfir þrumuveðrinu sem gekk yfir suðurland þ. 18!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 11:38

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég velti fyrir mér hvort þrumuveður verði nokkuð í svona eindreginni norðanátt þar sem enginn friður er í loftunum til að mynda almennileg skúraský.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.7.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband