Veðurútlitið helgina 24. til 26. júlí

hvanneyjarvitiHelgarspá Veðurvaktarinnar

 

 

Fremur svalt í veðri, en fer hlýnandi á sunnudag. Frekar sólríkt á landinu þrátt fyrir allt.  

Föstudagur 24. júlí:
Sérlega kalt loft yfir landinu og ekki nema 3 til 7 stiga hiti á landinu í morgunsárið.  Lítilsháttar rigning á norðanverðum Vestfjörðum og sums staðar vestantil á Norðurlandi og eins með suðausturströndinni þegar kemur fram á daginn. Skýjað að mestu, en þó bjart á Suðurlandi.  Ekki ólíklega kröftugar síðdegisskúrir á þeim slóðum. N 5-10 m/s vestantil á landinu, en annars lægir og hægur vindur af NV og V víðast hvar.  Hiti 10-15 stig syðra þegar best lætur. 

Laugardagur 25. júlí:
Smá súld á Ströndum og annesjum norðanlands, en annars að mestu þurrt og léttskýjað a.m.k. framan af degi.  Einnig er gert ráð fyrir úrkomu þegar líður á daginn við utanvert Snæfellsnes og á sunnanverðum Vestfjörðum og minniháttar lægðardragi á þeim slóðum.  Áfram verður fremur kalt í lofti miðað við árstímann og gætu skúraský því hæglega hrannast upp í lofti.  Vindur verður hægur og víða hafgola.  Hiti 8 til 14 stig að deginum, einna hlýjast í uppsveitum Suðurlands.  Gera má ráð fyrir að hitinn fari niður í 1 til 2 stig um nóttina á þeim stöðum þar sem lítið verður um ský og jafnvel frost á hálendinu.  

Sunnudagur 26. júlí:
Heldur hlýnar með A-og SA-átt.  Sérstaklega fer veður hlýnandi norðantil og á Vestfjörðum. Hiti þó enn í tæpu meðallagi fyrir mitt sumar. Skýjað með köflum og mögulega léttskýjað norðanlands og vestan. Lægð verður suður og suðaustur af landinu og vex henni heldur ásmeginn.  Fer að rigna suðaustanlands þegar líður á daginn og bætir í vind undir kvöld á landinu. 

Einar Sveinbjörnsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,  takk fyrir þetta.  Það er reyndar ógreinileg hvað þú hefur að segja um austulandið í þessari spá.  Annars gaman að lesa það sem þú hefur að segja.  Takk

Valbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Já það má alveg taka undir það Valbjörn !

Hæg V-átt á laugardag, sólríkt og sæmilega hlýtt að deginum en svalt um kvöldið nóttina.

Svipað á sunnudag, en þá gæti þokan læðst upp á Austfjörðum.  Annars bendir ný spá til þess að minna eða ekki verði úr úrkomunni sem spáð hafði verið suðaustantil seint á sunnudag.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 24.7.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband