24.7.2009
Snjóar á Hveravöllum
Þetta var staðan á nokkrum hitamælum á hálendinu á miðnætti. Hiti var um frostmark á Hveravöllum og samkvæmt sjálfvirka úrkomumælinum hafði snjóað tæpan 1mm síðustu klukkustund. Á Holtavörðuheiði var hiti við frostmark og samkvæmt því eru aksturskilyrði varasöm á fjallvegum norðantil.
Á Hveravöllum var ekki getið um snjóhulu í byggð í júlí mörg síðustu árin sem stöðin var mönnuð. Að morgni 6. júlí 1986 var sagt grátt í rót og kalda sumarið 1983 var mæld snjodýpt 1 sm að morgni 17. og 18. júlí. Þessar upplýsingar hef ég úr stórmerkilegum júlíhretaannál Sigurðar Þórs. Enginn er til mælinga í fyrramálið en vefmyndavélina má nota til mats á snjóhulu.
Það mun enn kólna eftir því sem líður á nóttina og athyglisvert verður að sjá stöðu mála í fyrramálið. Kuldakastið er svæsið fyrir árstímann, á því leikur lítill vafi.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.