Yfirlit næturinnar leiðir í ljós að frost hafi orðið 1,1 stig í Þykkvabæ í nótt. Álitamál hvernig kartöflugrös hafi orðið úti í þessari gróskumiklu kartöflusveit við svo óvænt miðsumarfrost. Uppi á Rangárvölum varð frostið heldur meira eða 1,6 stig á Hellu. Þar var mælt í hitamælaskýli frá 1958-2004 og síðar með sjálfvirkum mæli. Aldrei hefur fryst þar áður í júlí, lægstur hafði hitinn áður farið niður í +0,2°C, 16. júlí skítasumarið 1983. Þó mælingaaðferðirnar séu ekki alveg fyllilega sambærilegar þegar kemur að lágmarks- og hámarksmælingum má engu að síður að fullyrða á kvikasilfursmælir á sama stað hefði í nótt líka sýnt frost.
Ekki hef ég enn fregnað af snjókomu í nótt. Á Hveravöllum var hitinn um eða undir frostmarki í alla nótt og úrkomumagn 2-3 mm. Á vefmyndvél á þaki gamla athugunarhússins mátti hins vegar ekki greina neina snjóföl kl. 09. Vera má að snjór hafi bráðnað í sól fyrr í morgun. Hins vegar var greinileg föl á Holtavörðuheiði á sama tíma í vefmyndavél Vegagerðarinnar þar.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit að það skemmdust blöð á kartöflugrösum í garði rétt við Áshildarmýri neðst á skeiðum.
Kveðja Skúli Skúla
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:15
Og á Skammbeinsstöðum í Holtum, lítillega þó enda garðurinn uppi á hól til að aftra frostskemmdum.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.