24.7.2009
Óvenjulegir háloftakuldar yfir landinu
Það er að koma í ljós við háloftamælinga að háloftkuldinn er óvenjulegur miðað við það að nú er mitt sumar.
Kl 12 sýndi hitamælirinn uppi í um 5300 metra hæð þar sem þrýstingur er 500 hPa frost sem var -30,1°C. Þetta er staðalhæð og oft notuð til viðmiðunar fyrir veður í háloftum. Stundum er líka farið hærra upp í 300 hPa flötinn nærri flughæð farðþegaflugvéla.
Háloftabelgir til mælinga hafa verið sendir frá Keflavíkurflugvelli tvisvar á dag í bráðum 60 ár. Gögn sem ég hef aðgang að ná aftur til 1993. Á þeim 15 árum hefur frostið í þrígang náð 29 stigum í júlí en aldrei -30 °C.
Ekki ólíklega verður enn kaldara í næstu mælingu á miðnætti.
Ég á engar skýringar enn hvernig stendur á þessum kulda nú, ekki síst ef horft er til þess hvað sumarið hefur verið hlýtt sem af er hér við Norður-Atlantshafið, einnig hið efra. Ef til vill er skýringa á leita enn hærra í einhverjum afbrigðilegum frávikum uppi í heiðhvolfinu. Hef ekki fundið neitt sem bendir til þess eð umfjöllun þess efnis. Sennilegast er um sérkennilega tilviljun að ræða.
Óveðrið í Mið- og N- Evrópu og sagt hefur verið frá í morgun stendur í samhengi við háloftakuldann hér um slóðir. Hitamunur á milli sólbakaðra Miðjarðarhafslandanna og Íslands og nágrennis verður meiri fyrir vikið, sem leiðir til óstöðugleika, eldingaveðurs og mikillar úrkomu.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitthvað katastrófíst við þetta veður. Og hvað gæti verið að gerast uppi í hæstu hæðum? Boðar þetta eitthvað? Telja menn sumir ekki jafnvel að kuldkastið í apríl 1963 og aftur í júlí sama ár hafi verið eins konar upptaktur að hafísárunum. Að upplifa þetta kast núna ofan í þessi hlýindiskapar einkennilega fílingu sem minnir mig einna helst á kuldahamfarirnar 1. apríl 1968 í hámarki hafísáranna. Það er ''eitthvað í loftinu'' sem hægt er að skynja á einhvern hátt. Einhver hejarblámi og kuldi sem er öðru vísi en allt annað sem maður hefur reynt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.7.2009 kl. 16:56
Til fróðleiks má geta þess að hiti hefur sjö sinnum (fimm - eða fjögur aðskilin tilvik) mælst lægri en -30 stig í júlí yfir Keflavíkurflugvelli síðustu tæp 60 árin:
ár mán dagur klst hæð 500 hiti 500
1955 7 16 15 5309 -32,7
1961 7 10 24 5374 -30,5
1963 7 14 24 5351 -30,3
1963 7 15 06 5329 -30,9
1963 7 15 12 5339 -30,1
1979 7 03 24 5330 -30,1
1979 7 10 12 5240 -33,5
Kíkja má á kort af þessum tilvikum á Wetterzentrale.de
Bestu kveðjur, Trausti J.
Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:51
Ég bý í Winnipeg, Manitoba, Kanada. Hér hefur hitastig verið fyrir neðan meðallag í níu mánuði og óvenjulega tíð norðan og norðvestan átt. Suðvestan átt er venjulega tíð hér að sumri og ber með sér hlýtt og þurrt loft, en nú er mjög sjaldan slík átt. Ég hygg að suðvestan átt komi með loftstraumu vestan af Kyrrahafi, en nú gætir frekar suðaustan áttar og virðast slíkir straumar koma frá Mexicoflóa og bera með sér vætu. Dóttir mín bý í Squamish, um stundar akstur norðan við Vancouver, Bristish Columbia. Þar hefur hitastig verið áberandi fyrir neðan meðallag í meira en heilt ár. Svo virðist sem með hækkun hitastigs um miðbaug aukist færsla hita til norðurs og um leið verði aukin færsla kulda suðureftir.
Mörgum hér verður á að spurja hverju þetta sæti og vilja gjarna fá sinn skerf af hlýnun jarðar. Mér virðist að hlýnun við norðupól og íshaf sé að breyta loftstraumum hér í Kanada. Nú fyrir nokkru mældis 2.4 C á sléttum Saskatchewan, sem er með fádæmum.
Kær kveðja að vesta,
Ingþór.
Ingþór Ísfeld (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 18:01
Ætli hafi orðið jafn kalt eða kaldara í 850 hPa fletinum í júlí og nú, -4,7° .
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.7.2009 kl. 18:31
Hér er linkur á kort sem sýnir að loftið á norðurhveli í 850 hPa þrýstifletinum gerist ekki kaldara en það sem er yfir Íslandi.
http://www.wetterzentrale.de/topkarten/fsavnnh.html
Emil Hannes Valgeirsson, 24.7.2009 kl. 18:58
Ég var í Montana í USA mestallan júnímánuð, ekki neitt rosalega langt frá Winnipeg. Þar var hitinn að færast í eðlilegt horf eftir óvenjumikla kulda í vor. Til dæmis snjóaði á vestustu hlutum sléttunnar í fyrstu viku júní
Gunnar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:13
Auk þess voru fjallvegir í Klettafjöllunum enn lokaðir vegna fannfergis þegar ég fór heim undir lok júnímánaðar, t.d Logan's Pass.
Gunnar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:21
Já það þarf ekki að fara til N-Ameríku til að sjá skrýtna tíð. Í Póllandi urðu næturfrost uppúr miðjum júní svo dæmi séu tekin.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:44
Mjög fróðlegt enda er skítakuldi hér í Neskaupstað akkúrat núna.
En til að bæta í veðurbankann þá man ég nú samt eftir því upp úr 1980 að vera í ófærð vegna snjóa á Vopnafjarðarheiði um 20 júlí. í þessari sömu ferð tjölduðum við á Hauksstaðaöræfum í frosti og það miklu að hægt var að fara í næsta poll og ná í klaka í viskíið. Daginn eftir eða örfáum tímum seinna var komið SV hvassviðri og hátt í 30 stiga hiti.
Ég minnist þess ekki að hafa lent í slíkum öfgum í veðri, á landi þ.e.a.s.
Sindri Karl Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 23:46
Athyglisvert hvernig hitafarið er að leika okkur. Einhver í Mýrdalnum hefði sagt að þetta væri út af stjórnarfarinu, en aðrir þættir ráða eflaust meiru um hita og kuldann.
Sárt fyir kallana og konurnar í Þykkvabænum að sjá grösin falla 1 til 1 1/2 mánuði fyrr en venjulegt er. Vondur tími fyrir uppskeruna sem í mörgum görðum er að fara í mesta undirvöxtinn næstu vikurnar. Eftir að grösin falla gerist lítið oní jörðinni.
Njörður Helgason, 25.7.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.