Enn af júlífrostum

Liðna nótt frysti aftur í Þykkvabænum og fer maður að verða hræddur um kartöfluræktina þar þetta sumarið.

Mesta frostið í nótt var í Möðrudal - 2,6°C skv yfirliti á forsíðu á vef Veðurstofunnar.

Á Eyrarbakka fór niður í -2,2°C.  Þar hefur verið mælt samfelld frá 1923 og á þeim tíma hefur aldrei fyrr mælst frost í júlí á þeirri veðurstöð. Á Hæli sýnist mér einnig að fryst hafi í skamma stund rétt eftir miðnætti.  Hafi svo verið er það einnig þar sem frost mælist í fyrsta skipti í júlí en mælt hefur verið samfellt frá 1929.  Líkt og á Eyrarbakka eru einhverjar eldri mælingar til, en samanburðurinn hér nær ekki til þeirra þar sem ég hef þær ekki undir höndum.

Í nótt gerði einnig frost sums staðar austanlands, svo sem á Egilsstaðaflugvelli og athygli vekur að lágmarkshitinn á Fáskrúðsfirði var -2,3°C.

Annars skýrast betur tölur næturinnar þegar líður á daginn og Sigurður Þór Guðjónsson kemur vafalítið með fyllra yfirlit líkt og í gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hefur verið frost síðustu nótt hér á Akranesi Einar. Fór inn í kartöflugarð í morgun og það voru nokkur grös orðin svört. Greinilega frost.

Haraldur Bjarnason, 26.7.2009 kl. 00:07

2 identicon

Ekkert frost i Garðabænum. Kartöflugrösin græn og fín eins og áður. Það virðist vera mjög staðbundið hvar á höfuðborgarsvæðinu frostið var. Mjög óvenjuleg tíð vægast sagt!

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:41

3 identicon

Þegar eg bjó í Svíþjóð fyrir margt löngu heyrði eg minnst á það sem þeir kölluðu "stálnætur" (stålnätter) að sumri, þegar allt fraus. Þetta gat átt sér stað suður eftir allri Svíþjóð og var þá yfirleitt köld hæð yfir landinu og sólfar á daginn, en töluvert frost um nætur, jafnvel í júlí. Svo sunnlendingar eru ekki einir á báti!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 16:16

4 identicon

Það geta komið frostnætur allt suður í Póllandi (þekki til) í Júní !

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 18:03

5 identicon

um klukkan 3:00 aðfaranótt laugardags héluðu bílar á tjaldstæði við bæinn Syðra-Langholt rétt hjá Flúðum. 

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband