4.8.2009
Uppgjör á óvenjulegum júlí
Júlí 2009 verður minnst fyrir veðuröfgar, sól, þurrk og næturfrost. Suðvestan og vestanlands reyndist mánuðurinn vera einn sá hagstæðasti til ferðalaga og sumarfría sem sögur fara af. 2003, 1991 og 1974 standast einhvern samjöfnuð. Hins vegar var mánuðurinn lakari hvað þetta varðar norðanlands. Þó var á Akureyri bæði hlýrra, þurrara og sólríkara en í meðalári.
Hvað frekari tölfræði varðar læt ég duga að benda á góða samantekt Veðurstofunnar að vanda. Þar kemur m.a. fram á veðurstöðinni Torfum í Eyjafjarðarsveit mældist bæði hæsti og lægsti hiti í mánuðinum (af mönnuðum stöðum með kvikasilfursmæla). Ég held að þetta gerist nú ekki oft, sérstaklega að sumarlagi.
Minnsta úrkoma í Reykjavík í sögu samfelldra mælinga (um 90 ár) er stóra met þessa mánaðar ásamt næturfrostunum óvenjulegu á Suðurlandi sem ollu kartöflubændum búsifjum.
Myndin er fengin úr safni Jóns Inga.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt 26.8.2009 kl. 13:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.