6.8.2009
Snögg umskipti
Nú þegar vindur snýr sér til SA-áttar með lægð við landið verða umskiptin heldur betur snögg suðaustanlands og að Fjallabaki. Var á þessum slóðum um og fyrir helgina síðustu og þá var allt fremur þurrt. Jökuláin við Laugar var auðveld viðfangs og ánna við Landmannahelli hef ég ekki áður séð svo vatnslitla. Sama saga var við Klaustur, Systrafoss horfinn og inn við Laka var mosinn skraufþurr. Bæði Geirlandsá og Hellisá varla farartálmi fyrir smábíla.
En svo gerist það, himnarnir skrúfa frá og það þarf ekki sömu stórrigningu og gerði á Austfjörðum, heldur duga 20-40 mm á skömmum tíma til að setja allt á flot. Vatnavextir verða ef til vill meiri eftir mikla þurrkatíð, en þá rennur vatnið frekar á yfirborðinu í stað þess að miðlast fyrst um jarðveginn eins og venja er þegar rekja er í jörð.
Skemmtileg röð úrkomumæla er í nánast beinni línu frá Fljótshverfi til norðvesturs að Vatnsfelli við útfall Þórisvatns.
Fyrstur er Dalshöfði, en það er bær í Fljótshverfinu nærri Hverfisfljóti. Þar komu ekki nema 7 mm síðasta sólarhringinn. Næstur er Laufbali inn á afrétti Fljótshverfinga í 555 m. hæð. Þar var úrkoman snöggtum meiri eða 31 mm. Síðan er það Lónakvísl upp undir Tungná í 675 m. hæð með svipað magn. Að síðustu Vatnsfell (540 m) með 12 mm.
Snæbýli í Skaftártungu er nær Eldgjá og Ófæru. Þar eru líka gerðar úrkomuathuganir, en ath. barst ekki inn á kortið í morgun.
Ársúrkoma er mikil á íslenskan mælikvarða á afréttum V-Skaftfellinga og eins að Fjallabaki. Þarna er því oft mikið vatn á ferðinni að sumar- og haustlagi þó svo að talsverður hluti úrkomunnar renni niður um hraun og komi fram í lindarvatni víðsfjarri.
Björgunarsveitir aðstoða ferðalanga í vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Laufbali er á afrétti Síðumanna
(Hverfingar eiga ekki afrétt.)
HP Foss, 8.8.2009 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.