19.8.2009
Vanmat í spá
Nokkuð hefur rignt suðaustan- og austanlands frá því síðdegis í gær. Heldur minna þó en útlit var fyrir í gærmorgun. Þá taldi ég líklegt að sólarhringsúrkoma færi yfir 100 mm á Kvískerjum. Það var ofmat hjá mér, en úrkoman mældist þar 97,1 mm og hvergi hafa enn borist spurnir af hærri tölum. Athygli vekur að í Skaftafelli voru millimetrarnir aðeins 3. Það munar heldur betur um úrkomuskugga Öræfajökuls og suðurhluta Vatnajökuls í SA- og A-áttinni !
Ljósmyndina af Kvískerjum tók Erling Ólafsson.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1790126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kom að Kvískerjum fyrir rúmri viku síðan.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2009 kl. 11:48
Þessi staður hefur þann vafasama heiður að vera úrkomumesti staður landsins (sem er í byggð allaveganna). En eru úrkomudagar þar eitthvað fleiri en t.d. á vík?
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.