Bill nálgast Nýfundnaland

24. ág 2009 kl. 06two_atlNú að kvöld sunnudags segir fellibyljamiðstöð NOAA Bill vera að missa einkenni hitabeltislægðar. Enda hefur Bill verið að berast yfir kaldari sjó undan norðausturströnd Bandaríkjanna.  Þrýstingur í miðju er nú um 970hPa og stefnir Bill eða það sem eftir er af honum á suðausturodda Nýfundnalands.  Fellibyljir sem þannig tapa orku sinni við það að berast yfir kaldari sjó geta þó haldið í nokkur megineinkenni sín, s.s. hringlögun þrýstilínanna (ekki sporöskjulaga eins og gjarnan í lægðunum) og  þar sem loftið er upprunið yfir hitabeltinu og mjög rakt í þokkabót fylgir dvínandi fellibyljum eða hitabeltislægðum mikil rigning. 

Þannig er spáð verulegri úrkomu á Nýfundnalandi í nótt og öldugangi á sjónum útifyrir. Kvarðinn á kortinu segir til um 6 klst úrkomumagn.  Nýfundlendingar hafa hins vegar oft séð það svartara þegar veðurhæðin er annars vegar og flestu vanir í þeim efnum.

560px-Acadia_national_park_mapEn það var einmitt sjógangur sem grandaði (líklega) þremur Bandaríkjamönnum fyrr í dag.  New York Times sagði fyrir skemmstu frá því að hópur fólks hefði komið sér fyrir á klettóttri strönd í Mainfylki til að finna og sjá áhrif fellibylsins útifyrir.  Hamfaratúrismi er þessi tegund ferðamennsku oft kölluð, þ.e. að komast í návígi við náttúruhamfarir og skynja kraftinn og hættuna.  Þetta var sem sagt  í Acadia þjóðgarðinum þar sem fólk hafði fengið sér sunnudagsbíltúr út á klettótta ströndina þegar alda skyndilega hreif með sér fimm manns.  Blaðið segir að tveimur hefði strax verið bjargað en þriggja væri saknað. 

Eftirá er alltaf hægt að saka fólk um fífldirfsku og vitanlega býður það hættunni heim að safnast úti á bjargbrún og svo að segja bíða eftir að kraftmiklar öldur fellibylsins  skelli á ströndinni.

ViðbótFrétt mbl.is 24 kl.0935. "Sjö ára gömul stúlka lést eftir að hafa lent í risaöldu í Atlantshafinu við strendur Maine í gær. Flestar strendur á leið Bill yfir Bandaríkin um helgina voru lokaðar en stúlkan sem lést var á ströndinni í þjóðgarði þar sem fjöldi fólks hafði komið saman til þess að fylgjast með för Bills. Auk stúlkunnar lentu tvær aðrar manneskjur í öldunni, tólf ára gömul stúlka og karlmaður, en þeim tókst að bjarga. Einhverjir slösuðust í garðinum þar sem grjóti og öllu lauslegu rigndi yfir fólk í vindhviðunum."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband