Forvitni ísbjarnafjölskyldu vakin

isbjoerne_kapmorrisjesup01Þeir urðu heldur skelkaðir tveir starfsmenn Dönsku Veðurstofunnar þegar þeir voru sendir nyrst á Grænland á Kap Morris Jesup til að endurnýja sjálfvirku veðurathugunarstöðina sem þar er starfrækt.  Morguninn eftir að þeim hefði verið flogið þarna norður á sannkallaðan heimsenda (83,37°N) tóku þeir eftir því að birna var mætt með tvo húna sína til að kanna innihald kassa sem geymdu hina ólíku einingar stöðvarinnar.  Danirnir tveir héldu til í skála og þeir voru óhultir.  Biðu þeir af sér þessa fjölskylduheimsókn daginn þann og einnig þann næsta. Á endanum komst stöðin upp og mennirnir til síns heima. Ísbjarnafjölskyldan gat haldið áfram snuðri sínu á heimaslóð óáreitt. 

657px-Lincoln_Sea_mapKap Morris Jesup er eins og áður sagði nyrsti oddi Grænlands.  Þarna er afar hrjóstrugt eins og gefur að skilja, en þó ekki alveg gróðurvana eins og sjá má á myndinni.  Þarna kom heimskautaleiðangur Roberts Peary árið 1900 og heitir eftir fjárhagslegum velgjörðarmanni Pearys, Morris Ketchum Jesup.  Um tíma var þetta talið nyrst land veraldar, en 1921 komst danski landkönnuðurin Lauge Koch á smáeyju þarna skammt frá sem reyndis vera ívið norðar.  Sú kallast upp á dönsku Kaffeklubben ö.

Myndin er tekin af Michael Heeris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband