Fyrsta haustlægðin í uppsiglingu

Stundum kemur það fyrir að lægð sem hingað kemur um miðjan ágúst með hvassri austanátt er kölluð haustlægð.  Oftast er það misskilningur eða oftúlkun.  Talsverður munur er oftast sýnilegur á þessu tvennu.  Lægðir á Atlantshafinu síðsumars má rekja til þess að hlýr og rakaþrunginn loftmassi berst sunnan úr heittempraða beltinu í veg fyrir svalara loft sem í eðli sínu er sumarloft fyrir norðlægar breiddargráður.  Þessum lægðum fylgir oftast mikil væta og allhvass vindur sem stundum nær stormstyrk.  Bretar fengu einmitt yfir sig nokkrar slíkar í júlí og ágúst og einhver skipti hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fokið nánast á haf út af völdum slíkra lægða.

Haustlægðir hins vegar eru gerðar úr haustefni ef svo má segja.  Lítill skortur er á hlýju og röku lofti sunnan úr höfum á þessum árstíma, en um og upp úr höfuðdegi (29. ágúst) taka norðurslóðir að kólna mjög hratt um leið og sólarhæð lækkar mjög ákveðið og útgeislun tekur völdin. Kólnandi loftmassar leita suður á bóginn í veg fyrir þá hlýrri og úr verður myndun haustlægðar.  Slíkt er einmitt að gerast nú, en haustlegt loft berst nú til suðurs út á Atlantshaf fyrir vestan Grænland eins og sjá má á spákortinu að neðan og gildir í hádeginu á morgun (7. sept). Lægðin sem keyrir í veg fyrir þetta loft, dýpkar hratt og verður að djúpri haustlægð, með stormi og mikilli vætu.  Henni er ekki spáð til okkar, en Færeyingar og Skotar verða einkum fyrir barðinu á henni.

GFS 36t spá, gildir 7.sept kl. 12

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Fyrir hvaða hæð (altitude) gildir þetta kort?

Kv. Jat

Jón Arvid Tynes, 6.9.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Jón Arvid !   Sýndar eru þrýstilínur við yfirborð og litaskalinn á við hæð á 500 hPa fleti.  Gráu punktalínurnar sýna hita í sömu hæð.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 6.9.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Takk næ þessu núna.

Jón Arvid Tynes, 6.9.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Sigurjón

Sæll Einar.

Hafðu þökk fyrir þessa færzlu.  Mjög gaman að læra svona lagað af mönnum eins og þér.

Sigurjón, 7.9.2009 kl. 01:43

5 identicon

http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html

Svona fyrir þá sem eru ekki með þennan link.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 07:16

6 identicon

Í hvaða hæð er 500 hPa oftast? 500-1000 m (skot út í loftið) 

Er hiti sýndur í þessari hæð af því að það er minna um hitasveiflur í þessari hæð eða e-ð?

Ari (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

500 hPa flötinn er á okkar slóðum oftast í 5200 til 5400 metra hæð Ari. Við pólana á veturnar er hæðin oft ekki nema 4800 metrar er nærri því 6000 metra í hitabeltinu. Hæðarmunirinn skýrist af því að hlýtt loft hefur meira rúmtak en kalt.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 8.9.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband