27.9.2009
Misvinda í éljaloftinu
Það var einkennandi fyrir veðrið í gær laugardag, hvað vindur rauk mikið upp um leið og élin fóru yfir. Á veturna þegar útsynningséljaloft er yfir suðvestanlands kannast menn vel við það hvað hvessir oft með éljunum, en lægir síðan á milli. Mér fannst þetta einkar áberandi nú, það hvein í öllu og gnauðaði með hryðjunum. Vindmælirinn á Reykjavíkurflugvelli sýnir mjög vel þegar élin fór hjá. Tindarnir í vindhviðum tákna umferð hvers þeirra fyrir sig. Hviðurnar mældust allt að 24 m/s og meðalvindurinn 15-16 m/s. Athygli vekur á til jafnaðar var vindurinn þó þetta 10-12 m/s í allan gærdag. Vindritið gefur líka til kynna hvernig éljaveðrið koðnaði niður í nótt.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 29.9.2009 kl. 08:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hefur úrkoma engin áhrif á vindmælinguna?
Sævar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.