Tunglmynd - með þeim fallegri

MODIS 28. sept 2009Eftir að létti til í dag á mest öllu landinu sést glöggt hvað víða snjóaði í fjöll á landinu.  Þessi MODIS-mynd úr Terra tunglinu var tekin kl. 13:05 (28. september.)  Á Vestfjörðum er víða aðeins bláströndin sem er auð og eins eru drættirnir afar skarpir á Norðurlandi. Fæst stöðuvatna ef þá nokkur eru enn komin á ís og því skera vötn og lón  mjög úr snævi þöktu landinu.  Á Reykjanesi eru skýjabólstrar á ferðinni, en ekki snjóhula í fjöllum og eins er skýjað norðaustantil.  Rauða bandvíddin greinir einmitt snjó frá skýjum.  Takið líka eftir skýjabólstrunum úti af Vestfjörðum og Húnaflóa sem raða sér í einfalda röð.  Sams kona band er inni á Breiðafirði.  Hef ekki hugmynd um hvað þessu veldur.  Vindurinn er  reyndar ákaflega hægur  og  mögulega blása hægir vindar þarna samsíða, en í gagnstæða stefnu og það mundi þá ýti undir uppstreymi og þar með myndun línulegra skýjabólstra.

Viðbót:  Bolli galdramaður á Veðurstofunni hefur lagað myndina til og rétt af á þessari slóð.  Afbragð m.a. fyrir þá sem vilja nota fegurðina sem skjámynd. 

MODIS 28. sept 2009, kl. 1305


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær mynd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 16:43

2 identicon

Stórfalleg mynd. Eins og héla á rúðu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við búum þá á frostrós eftir allt saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 17:41

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Flott mynd. Er það kannski einhver kuldagola frá landinu í hægviðrinu sem gerir þessi bólstrabönd?

Emil Hannes Valgeirsson, 28.9.2009 kl. 18:03

5 identicon

 Flott mynd af yndislegu landi, má stela henni sem skjámynd?

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:35

6 Smámynd: Birgirsm

Frábær mynd af frábæru landi ! en Einar fyrst það er að koma vetur, getur þú þá frætt mig á því hvers vegna vorið kemur alltaf ca. hálfum mánuði fyrr undir Eyjafjöllum en á öðrum stöðum á landinu.

Mér hefur alltaf fundist þetta hálf öfugsnúið, vitandi af jöklunum svona nálægt.

Birgirsm, 28.9.2009 kl. 18:49

7 identicon

Sæll Einar,

ég ákvað að teikna aðeins betri mynd fyrir þig:  http://brunnur.vedur.is/pub/bolli/modis_trucol_20090928_1310.jpg

Kv.

Bolli

Bolli Pálmason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband