29.9.2009
Óvenju kalt á landinu
Í heiðríkjunni í gærkvöldi og nótt mældist sums staðar nokkurt frost. Það kemur fyrir síðustu dagana í september að frostið verði meira en bara vægt næturfrost. Það á við nú og hjálpar snjóþekjan á hálendinu og fjöllum til við að auka enn frekar á útgeislun. Mér sýnist meira að segja að mögulega hafi verið kuldinn í nótt verið á einhverjum stöðum meiri en áður hefur mælst í september. Sjálfvirki mælirinn á Hæli í Hreppum sýndi þannig -8°C snemma í morgun. Árið 1954 voru miklir kuldar síðustu vikuna í september (sjá frásögn Sigurðar Þórs Guðjónssonar hér). Þá mældist hitinn á Hæli -6,6°C í tvígang. Við bíðum eftir niðurstöðu kvikasilfursmælisins á Hæli og hvort lágmarkið sé það sama og sjálfvirka nemans. Á Hæli hefur hitinn verið mældur daglega frá 1928.
Á Hveravöllum virðist mér að frost hafi farið í rétt tæpar 10°C í gærkvöldi. Þar hefur mest mælst -12,1°C í september (1973). Mælingar þar eru tiltækar frá 1965.
Ljósmynd af Hæli í Gnúpverjahreppi: Sigurður Bogi Sævarsson
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta bara ekki merki um það, að kenningin um gróðurhúsaáhrifin eru hið hreina fúp?
Ég veit að ég má ekki segja þetta, því þá fara áhangendur þessarar kenningar alveg á límingunum og fromælast út af þessu og koma með alls konar rök fyrir hinu gagnstæða. Þetta er svona svipað og að nefna nafn Kölska í kirkju, sem sagt algjör helgispjöll í eyrum áhangenda kenningarinnar um alheimshlýnun.
En ég er hinsvegar einn af efasemdarmönnum þessarar kenningar og tel að nú fari í hönd tímabil kólnuna sem muni vara í 20-30 ár eða jafnvel lengur. Núverandi hlýskeið hófst upp úr 1980 og náði hámarki á árunum 1998-2003, en síðan hefur farið kólnandi, þó svo að einstaka hlýindatímabil hafi komið einstök ár í nokkrar vikur eða mánuði.
En sannaði til. Upp úr 2010 fer kólnandi og mun þetta kólnunarskeið vara til 2030-2040, en þá mun fara hlýnandi aftur. Þetta er bara hluti af "minniháttar" veðursveiflun sem koma og hafa ekkert með nein gróðurhúsaáhrif að gera.
Haraldur Þ. Magnússon (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:44
Haraldur !
Hvað svo sem einstökum spádómum líður, að þá tók ekki að hlýna hér fyrr en upp úr 1995. Ekki 1980 eins og þú heldur fram. Árin eftir 1980 voru mörg hver skítköld.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 29.9.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.